Blandið saman barbeque sósunni og tómatsósunni og berið á kjúklinginn. Grillið kjúklinginn þangað til að hann er grillaður í gegn eða c.a 20 mínútur. Látið hann kólna og skerið í sneiðar. Smyrjið brauðið með hvítlauksolíunni og kryddið með smá salti og grilllið brauðið þangað til þið fáið fallegar rendur í það. Svo er gott að blanda saman sýrða rjómanum og chillisósunni til að hafa tilbúna þegar þið raðið á samlokuna ykkar.
Svo er bara að raða á brauðið – smyrjið aioli á neðri hlutann, svo salat, laukur, tómatar og kjúklingur. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar og raðið ofan á kjúklinginn svo chillisósuna yfir og svo er bara að loka samlokunni, smella á disk með PikNik kartöflum og njóta.
Það er líka alveg svakalega gott að smyrja lokið á samlokunni með trufflu sinnepi frá Nicolas Vahé!!!