Kjúklingasamloka með mozzarella og aioli majónesi - Lólý.is
Hér er ein einfällt og geggjuð. Það er alltaf svo gott að fá ferska og góða grillaða kjúklingasamloku og það er best að grilla bæði brauðið og kjúklinginn. Eitthvað svo sumarlegt við þetta allt saman.
Njótið þessarar yndislegu kjúklingasamloku!
- 2 ciabatta brauð eða annað gott brauð
- 1 kúla ferskur mozzarella
- 2 tómatar
- 2 kjúklingabringur
- 1 salat laukur
- salat
- aioli majónes eða aioli smjör
- smá hvítlauksolía til að smyrja á brauðið
- salt il að krydda brauðið með (ég notaði parmesan basil salt frá Nicolas Vahé)
- 2 dl Barbecue sósa til að setja á kjúklinginn(mín upáhalds er KC Masterpiece sem fæst í Kosti)
- 1 dl Soy og sesam tómatsósa frá Nicolas Vahé
- Chillisósa(blanda saman sýrðum rjóma og chilli tómatsósunni frá Heinz)
Blandið saman barbeque sósunni og tómatsósunni og berið á kjúklinginn. Grillið kjúklinginn þangað til að hann er grillaður í gegn eða c.a 20 mínútur. Látið hann kólna og skerið í sneiðar. Smyrjið brauðið með hvítlauksolíunni og kryddið með smá salti og grilllið brauðið þangað til þið fáið fallegar rendur í það. Svo er gott að blanda saman sýrða rjómanum og chillisósunni til að hafa tilbúna þegar þið raðið á samlokuna ykkar.
Svo er bara að raða á brauðið – smyrjið aioli á neðri hlutann, svo salat, laukur, tómatar og kjúklingur. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar og raðið ofan á kjúklinginn svo chillisósuna yfir og svo er bara að loka samlokunni, smella á disk með PikNik kartöflum og njóta.
Það er líka alveg svakalega gott að smyrja lokið á samlokunni með trufflu sinnepi frá Nicolas Vahé!!!