Fleiri en 3,500 börn hafa greinst með skarlatsótt á Englandi frá því í september í fyrra. En þetta kemur fram í The Daily Telegraph.
Fréttinni fylgir viðvörun frá public health officials um að þetta hafi ekki sést síðan 1990.
Greinst hafa 3.548 börn með sjúkdóminn síðan í september 2013. þetta er miklu meira en hafið verið reiknað með. Því síðast liðin 10 ár hafa ekki nema 1,420 mál komið upp.
En hvað er skarlatsótt?
Skarlatsótt orsakast af bakteríu og lýsir sér þannig að rauð-bleik útbrot myndast um líkmann. Útbrotin minna helst á sandpappír því ef þú stríkur yfir þau þá eru þau afar gróf og þurr.
Útbrotin byrja á einum stað og afar fljótlega breiðast um líkamann, á eyrun, háls og brjóst. Þessu fylgir kláði.
Allir geta fengið skarlatsótt en yfirleitt eru það börn á aldrinum tveggja til átta ára sem veikjast af henni.
Skarlatsótt er afar smitandi og hún smitast á þennan hátt:
- þú getur andað að þér bakteríunni ef einhver sem hefur hana hnerrar eða hóstar.
- Snerting við húð á manneskju sem er með útbrot.
- Með því að nota handklæði, föt eða sængurföt manneskju sem er smituð.
Hvað á að gera ef þú heldur að barnið þitt sé smitað?
Farðu strax til heimilislæknis. Það er mjög mikilvægt!
Meðferðin:
Það eru 10 dagar á sýklalyfjum.
Hitinn hverfur vanalega á sólarhring um leið og sýklalyfin eru farin að virka og önnur einkenni á nokkrum dögum.
Það verður að klára meðferðina, alla 10 dagana á sýklalyfjum og það er afar mikilvægt.
Lesa má meira um skarlatsótt HÉR.
Scarlet fever reports more than double average. The Daily Telegraph, March 21 2014
Scarlet fever: Sharp rise in cases since Christmas. BBC News, March 21 2014
Heimildir: nhs.uk