Opnunartímar
Fimmtudagur 20.ágúst kl.14-19
Föstudagur 21.ágúst kl.14-19
Mjög gott aðgengi er að húsinu og nóg af bílastæðum. Við Laugardalshöll eru 420 bílastæði og í næsta nágrenni þ.e. við Skautahöllina eru 220 stæði. Einnig eru 600 stæði við Laugardalsvöll sem er stutt frá auk þess sem margir strætisvagnar stoppa í nágrenninu.
Gengið er inn um inngang A í Laugardalshöll og fer afhending hlaupagagna fram í frjálsíþróttahúsinu. Þar munu einnig ýmsir aðilar kynna heilsutengda starfsemi og vörur.
Fyrirlestrar
Líkt og undanfarin ár verða skemmtilegir og fræðandi fyrirlestrar í boði á skráningarhátíðinni. Fyrirlestrarnir munu fara fram í fyrirlestrarsal Laugardalshallar sem er á vinstri hönd þegar komið er inn í húsið um inngang A. Fundarstjórn verður í höndum Þóru Bjargar Magnúsdóttur. Fyrirlestrarnir verða föstudaginn 21.ágúst kl.17-19 og er dagskrá eftirfarandi:
Kl.17:00 |
„Mikilvægi álagsstjórnunar í meiðslaforvörnum“ |
Kl.17:15 |
„Hefur hlaupastíll áhrif á hlaupameiðsli?“ |
Kl.17:30 |
„Meira er ekki endilega betra“ |
Kl.17:45 |
„Hvernig getur rétt næring stutt við markmið þín í hlaupum?“ |
Kl.18:00 |
Pallborðsumræður sem fyrstu fjórir fyrirlesararnir taka þátt í |
Kl.18:20 |
„Nýr keppnisflokkur í almenningshlaupum?“ |
Kl.18:30 |
„Never too old to run“ |