Fara í efni

Þessar snyrtivörur eru betri úr ísskápnum

Taktu til í ísskápnum og búðu til pláss fyrir snyrtivörurnar.
Góð ráð frá Gyðjur.is
Góð ráð frá Gyðjur.is

Þú ættir að taka frá pláss í ísskápnum fyrir þessar snyrtivörur því þær endast ekki bara betur heldar verða betri.

Taktu til í ísskápnum og búðu til pláss fyrir snyrtivörurnar. Passaðu bara að hafa þær á sérstað eða afmörkuðum s.s opnu plastboxi svo þær fái frið fyrir matarkyns nágrönnum.

 

 

Augnkrem

Kalt augnkrem er einstaklega ferskt og minnkar líka þrota kringum augun.

Ilmvötn

Það er eitthvað svo notalegt við að hafa þessi glös sjáanleg á baðherberginu en ilmvötnin eiga heima í ísskápnum. Hiti breytir ilminum og ekki alltaf til hins betra.

Náttúruleg krem og snyrtivörur

Náttúrulegar vörur innihalda ekki rotvarnarefni og því skiptir miklu máli að lengja geymsluþolið með kælingu og varna bakteríumyndun.

Andlitsmaskar

Eins og með augnkremin þá eru kaldir andlitsmaskar einstaklega frískandi og geta minnkað roða og róað viðkvæma húð.

Eyeliner

Margir förðunarfræðingar mæla með að augnblýantar séu settir í ísskápinn 10 mínútum fyrir notkun. Oddurinn verður miklu skarpari þegar blýantarnir eru yddaðir kaldir og því auðveldara að gera kattaraugun en svo renna þeir víst miklu betur.

Varalitur og varasalvi

Best er að geyma hvorutveggja í kæli en hiti fer afar illa með varaliti og varasalva og bæði breytir áferð þeirra og lögun.

Birt í samstarfi við: