Hversu miklu brennir þú á göngutúr?
Ef þú heldur að göngutúrinn virki ekki þá er það alrangt!
Í allri líkamsræktarbyltingunni sem riðið hefur yfir landið hefur göngutúrinn lotið í lægra haldi sem gjaldgeng brennsluaðferð en getur vel virkað ef rétt er að staðið.
Svona grennist þú með göngutúrum
Líkamsþyngd þín og gönghraði ákvarða magn hitaeininga sem þú brennir í göngutúrnum. Í hnotskurn þá brennir þú 400 hitaeiningum ef þú gengur á hraðanum 4*1,6 km pr. klst. og 200 ef þú gengur á hraðanum 2 * 1,6 km pr. klst. Þú tekur s.s. gönguhraða, margfaldar með 1,6 * 100 og færð þannig hitaeiningafjölda m.v. göngu á þeim hraða í eina klukkustund.
Ef þú hefur í hyggju að auka brennsluna með því að nota göngutúrar þá er gott að fjárfesta í skrefamæli eða armbandi sem mælir daglega hreyfingu því allt aukalegt telst með s.s. að labba í næstu götu staðinn fyrir að keyra, taka stigann í stað lyftunnar o.s.frv.
Byrjaðu að mæla venjulegan dag til að fá grunnlínu og markmiðið er að bæta við hreyfingu sem samsvarar þeim hitaeiningafjölda sem þú villt brenna innan dagsins. Ef venjulegur dagur er t.d. 8000 skref þarf eingöngu smá útreikning til að finna hversu mörgum skrefum þú ættir að bæta við.
Flestir þurfa 2000 skref pr. 1,6 km sem eru 100 hitaeiningar. Þetta þýðir að 6000 skref til viðbótar við venjulegan dag ætti að þýða 300 hitaeiningar fyrir meðalmanneskju.
- 1,6 km = 2.000 skref og 100 hitaeiningar
- 1 kg – 7800 hitaeiningar
- Að missa hálft kíló á viku þýðir 3900 hitaeiningar eða 11.100 viðbótarskref á dag sem er ígildi 9 km.