VIVUS þjálfun – mjúk liðkunaræfing

Þessi mjúka liðkun er dásamleg fyrir eða eftir æfingu, göngutúrinn eða aðra hreyfingu. Það er líka gott að nota hana til að brjóta upp heimilisþrifin eða tiltektini í garðinum um helgina. Þegar við vinnum einhæfa vinnu sem við erum ekki vön eins og í garðinum eða við tiltekt á geymslunni er mikilvægt að taka stutt hlé, slaka á og liðka sig til.
Þú þarft engan búnað, kveiktu bara á myndbandinu og fylgdu Maríu eftir.