Fara í efni

Vel gert Ölgerðin

Lengi hef ég kvartað og kveinað yfir stærðum íláta og umbúða undir matvæli. Alltaf er reiknað með að meira sé betra þegar kemur að því að kaupa mat og þetta hafa fyrirtæki statt og stöðugt „gírað“ inn á hjá neytendum.
Vel gert - CopyRight_iStock_Swoosh-R
Vel gert - CopyRight_iStock_Swoosh-R

Lengi hef ég kvartað og kveinað yfir stærðum íláta og umbúða undir matvæli. Alltaf er reiknað með að meira sé betra þegar kemur að því að kaupa mat og þetta hafa fyrirtæki statt og stöðugt „gírað“ inn á hjá neytendum. Vinsælt er að bjóða upp á að „stækka“ máltíðir eða bæta við þær, oft þá einhverri óhollustu. Í mínum hugar er óþolandi að standa fyrir framan kæli í verslun og þurfa að taka ákvörðun um hvort ég kaupi 1 lítra af coke light á 239 kr. eða 2 lítra á sama verði (auðvitað er samt alltaf betra fyrir mig að sleppa gosinu! :) ).

Sama verð á misstórum einingum á einfaldlega ekki að vera í boði þegar kemur að sykraðri vöru!

Svo spyrja margir sig af hverju Bandaríkjamenn eru ekki heilsubetri en raunin er og samfélagið skárra hvað holdafar varðar; á sama tíma og það er hvergi í heiminum meira úrval af hollustufæði þá hefur meðal diskastærð þar í landi farið úr 10 tommum í 12 tommur á sl. 50 árum! Það eitt segir sína sögu!

En er íslenskt fyrirtæki að taka skref í átt til betri vegar? Já það finnst mér en það er Ölgerðin sem kynnti fyrir stuttu nýja vöru, „appelsínkríli“, sem er appelsín í minni einingu!

Auðvitað er alltaf betra að sleppa gosinu en hér sýnir Ölgerðin samfélagslega ábyrgð.

Nú er það undir okkur komið, okkur sem drekkum appelsín, að kaupa krílið og láta eitt slíkt duga í hvet sinn! Stjórnun á hitaeiningum, magni af mat, er það sem skiptir mestu máli þegar kemur að stjórnun á þyngd og eðlilegu holdafari.

Þetta er undir okkur komið!

Steinar B.,
næringarfræðingur
www.steinarb.net

Þessi pistill er eign höfundar og má hvorki afrita hann né nota efni hans án leyfis.