Höfundurinn er Tom Sightings en hann er höfundur bókar sem heitir „You Only Retire Once“, eða Þú ferð bara einu sinni á eftirlaun.
Flest okkar hafa eftirlaun frá hinu opinbera til að lifa af í ellinni og sumir eiga peninga í lífeyrissjóðum. En ekkert er tryggt í veröldinni og það er hægt að breyta ellilífeyri og skerða lífeyrissjóði. Ef menn vilja áhyggjulaust ævikvöld eiga þeir að byrja að leggja fyrir snemma á lífsleiðinni. Annað hvort með því að borga í séreignasparnað eða eigin varasjóð. Mönnum er eindregið ráðlagt að standast þá freistingu að taka þessa peninga í húsakaup eða í að borga nýjan bíl.
Bandarískir sérfræðingar ráðleggja þarlendum að safna þannig að þeir eigi tíu sinnum árslaunin sín, þegar þeir hætta á vinnumarkaði. Þeir segja að það sé ekki hægt einvörðungu með því að leggja fyrir, það þurfi líka að fjárfesta til að ávaxta peningana. En hér á Íslandi er það vissulega höfuðverkur, hvernig best er að ávaxta fé til langs tíma og ástæða til að fá aðstoð við að skoða það vel.
Það er misjafnt hversu snemma menn geta byrjað að taka lífeyrinn sem þeir hafa borgað í lífeyrissjóð á starfsævinni. Eins og staðan er núna hér á Íslandi geta margir byrjað að taka eftirlaun 65 ára, en eftirlaunaaldurinn er almennt miðaður við 67 ára. Ef menn fara á eftirlaun of snemma fá þeir lægri lífeyrisgreiðslur, en þeir myndu fá ef þeir seinka töku lífeyris. Ef menn eiga ekki varasjóð, er ástæða til að hugsa þetta mál mjög vel.
Menn þurfa ekki lengur stórt hús yfir sig og fjölskylduna þegar komið er á eftirlaunaaldur. Menn þurfa yfirleitt ekki heldur tvo bíla á heimilið. Skoðaðu hvernig þú getur minnkað heimilisreksturinn og losað eignir, sérstaklega ef þú hefur ekki lifað eftir boðorðunum þremur hér á undan.
Þegar þú ert kominn á eftirlaun hefurðu meiri tíma til að hugsa um sjálfan þig, þannig að þú skalt gefa þér tíma til að elda hollan mat og tryggja að þú fáir góða næringu. Nokkuð sem þú vanræktir kannski á meðan þú varst á fullu við að vinna og koma upp börnunum.
Mátulega mikil hreyfing og . . . LESA MEIRA