Bólga eða exem í hlustinni.
Hlustargangsbólga er oftast vegna bakteríu, veiru- eða sveppasýkingar í hlustinni. Þetta stafar oft af því að verndandi fituefni, sem eyrað gefur frá sér eru horfin. það getur m.a. verið vegna of mikils hreinlætis. Skemmd á hlustinni getur einnig verið hluti af orsökinni.
Forðast skal að vatn fari í eyrun fyrstu þrjár vikurnar eftir að einkennin hverfa. Notuð sé sundhetta eða vatnsheldir eyrnatappar þegar farið er í bað. Algengt er að hlustargangsbólga taki sig upp aftur.
Bólgan getur valdið miklum verkjum í eyranu. Bólgan getur orðið langvarandi og erfitt að meðhöndla hana. Ígerð getur komið í hlustina.
Yfirleitt er hægt að lækna bólguna á 7 til 10 dögum.
Mikilvægast er að forðast frekari ertingu á húðinni í eyranu, bæði hvað varðar notkun eyrnapinna sem og nudd með fingrum þar sem slíkt dregur úr batanum. Læknirinn/hjúkrunarfræðingurinn mun sennilega hreinsa eyrað. Eyrnadropar og –smyrsl sem innihalda stera, sýklalyf og jafnvel sveppadrepandi efni koma oft að góðum notum.
Ciloprin cum anaesthetico® | Decadron® med Neomycin | Hydrocortison med Terramycin® |
Polymyxin-B | Locacorten®-Vioform | Sofradex® |
Eyrnadropar; barksterar sem eru bólgueyðandi;
Decadron® | Otomize® |
Sterk verkjalyf, geta í sumum tilfellum verið nauðsynleg. Sýklalyf til inntöku geta verið nauðsynleg ef bólgan er mikil.
Heimild: doktor.is