Hérna er ástæðan.
Segðu bróðir þínum, pabba eða maka þetta: Nýleg könnun sem var gefin út í Social Psychological and Personality Science sýndi að menn sem eru í vanda með hárlos geta gert eitt róttækt í því. Raka af sér allt hárið.
Það hefur sýnt að karlmenn sem eru nauðasköllóttir eru oftar taldir hafa meiri völd, vera í forystu og hafa meiri yfirráð en þeir sem eru með allt sitt hár eða eru búnir að missa hluta af því.
Kannað var hvaða áhrif það hefði á aðra, ef að karlmaður rakaði af sér allt hárið. Þátttakendur, bæði karlar og konur fengu þrjár myndir af karlmönnum. Einn með hár, einn með hár sem byrjað var að þynnast og svo einn alveg sköllóttann.
Allir voru sammála um að karlmenn sem eru nauðasköllóttir væru afar karlmannlegir og sterkari týpur en menn með hár sem var að þynnast og menn sem voru enn með allt sitt hár.
Sköllóttir karlmenn voru einnig sagðir meira aðlaðandi en karlmaður með hár sem er að þynnast en minna aðlaðandi en karlmaður sem er með allt sitt hár.
Áhugavert, ekki satt ?
Grein fengin af besthealthmag.ca