Ekki leikur vafi á því að mígreni hjá börnum er mun algengara en ætla mætti. Foreldrar átta sig oft ekki á að um mígreni sé að ræða og jafnvel þótt barnið gangist undir rannsókn er ekki alltaf hægt að fá haldbæra niðurstöðu, þ.e. sjúkdómsgreiningu. Ástæðan er m.a. sú að einkenni barna með mígreni geta verið önnur en fullorðinna og börn, sérstaklega þau yngri, eiga oft erfitt með að gera grein fyrir einkennum.
Ef barnið fær endurtekin sár höfuðverkjaköst ásamt lystarleysi og e.t.v. ógleði eða jafnvel uppköst og þolir illa ljós og hávaða, er ástæða til að ætla að um mígreni sé að ræða. Ef náinn ættingi er þar að auki mígrenisjúklingur aukast líkurnar enn frekar. Börn með mígreni þjást oft einnig af spennuhöfuðverk, en það getur ruglað sjúkdómsmyndina nokkuð og gert greiningu erfiðari.
Ekki er vitað fyrir víst hverjar orsakir mígrenis eru. Ljóst er að mígreni erfist, en ekki er vitað af hverju þessi heiftarlegi verkur stafar. Það sem vitað er með vissu er að við mígrenikast víkka út ákveðnar æðar í höfðinu, ásamt því að efnafræðilegt jafnvægi í taugakerfinu nærri þessum æðum truflast. Þetta hefur í för með sér ertingu tiltekinna tauga sem leiðir til þess að sjúklingurinn finnur fyrir miklum verk.
Erfitt getur reynst að greina mígreni hjá ungum börnum. Þegar börnin eldast og geta farið að gefa nákvæmari lýsingu á líðan sinni fara hlutirnir að skýrast. Einkenni hjá ungum börnum eru oft mikil höfuðverkjaköst, líkt og hjá fullorðnum, en verkurinn er sjaldan aðeins öðrum megin í höfðinu og sjóntruflanir eru sjaldgæfar. Það sem aftur á móti er einkennandi hjá yngri börnum er lystarleysi eða ógleði á meðan kastið varir. Ekki fer á milli mála að barninu líður illa. Það er fölt og leikur sér ekki, biður um að fá að sofa og sofnar fljótt. Yfirleitt er kastið liðið hjá þegar það vaknar.
Ung börn geta haft mígreni í mismunandi myndum sem lýsa sér með eða án höfuðverks. Einkennin geta t.d. verið magaverkir sem koma í köstum, uppköst eða svimi. Auk þess eru til ýmsar birtingar mjög slæms mígrenis hjá börnum á öllum aldri, en þær eru sem betur fer ekki algengar. Helstu einkenni eru tímabundin lömun annarrar hliðar líkamans í kjölfar höfuðverkjar eða barnið „dettur skyndilega út“ og fær síðan höfuðverk. Það gildir að sjálfsögðu um allar þessar gerðir höfuðverkjar að ítarlegar rannsóknir þurfa að fara fram til að útiloka ýmislegt annað áður en sjúkdómsgreining er möguleg.
Oftast eru það fleiri en einn þáttur í umhverfi barnsins sem stuðla að mígrenikasti. Þessir þættir eru kallaðir hvetjandi og virkar hver og einn sér eða allir saman. Oft er talað um fjóra algenga hvetjandi umhverfisþætti (S-in fjögur):
Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir þessum fjórum þáttum auk nokkurra annarra.
Streita er sá þáttur sem oftast virðist koma mígrenikasti af stað. Þá er ekki endilega átt við streitu í neikvæðri merkingu, heldur jafnvel tilhlökkun eða spennu vegna gleðilegra atburða. Að sjálfsögðu hefur kvíði, hræðsla og önnur neikvæð streita einnig slæm áhrif á mígrenisjúklinga. Þegar streita er sá þáttur sem kemur mígrenikasti af stað kemur höfuðverkurinn yfirleitt þegar það sem streitunni olli er afstaðið – þegar viðkomandi fer að slaka á. Streita getur bæði leyst mígreni og spennuhöfuðverk úr læðingi.
Ekki er talið að mígreni tengist blóðsykursmagni. Frekar er álitið að ákveðnar fitusýrur sem líkaminn myndar þegar fastað er, geti verkað hvetjandi á mígrenikast.
Sælgæti: Það hefur sýnt sig að mörg börn þola illa sætindi, sérstaklega á fastandi maga. Litað hlaup og þess háttar hefur haft einna verst áhrif á mígreni hjá börnum. Það er yfirleitt ekki tengt fæðuofnæmi, en ákveðin aukaefni liggja undir grun um að verka hvetjandi á mígreni, t.d.:
Nítrít: Er í mörgum fæðutegundum, til dæmis reyktum fiski, beikoni, pylsum o.þ.h. Þa&et h; getur meðal annars orsakað svokallaðan pylsuhöfuðverk sem sum börn fá eftir að hafa borðað pylsur.
Glútamat: Er oft kallað þriðja kryddið og er í mörgum sterkum kryddblöndum. Til dæmis finna bæði börn og fullorðnir fyrir einkennum eftir að hafa snætt kínverskan mat.
Tyramin: Er í ýmsum fæðutegundum, t.d. osti en einnig í ákveðnum fisktegundum, ávöxtum, baunum, kaffi, bjór og Chianti-vínum.
Phenyletylamin: Er í ýmsum súkkulaðitegundum.
Bæði of lítill svefn og of mikill hefur sýnt sig að hafa slæm áhrif á mígrenisjúklinga.
Það sem bendir til að hormónastarfsemin hafi áhrif á mígreni er meðal annars eftirfarandi:
Nokkru algengara er að drengir þjáist af mígreni en stúlkur. Um kynþroskaaldur eykst tíðni mígrenis greinilega hjá stúlkum og hjá fullorðnum er mígreni þrisvar sinnum algengara hjá konum en körlum.
Þættir eins og hiti, kuldi, ljós, hljóð og breytingar á loftþrýstingi, sterkt sólarljós og flökt í sjónvarpstæki hafa oft slæm áhrif. Hófleg notkun tölvu, til dæmis í skólastarfi, hefur yfirleitt ekki áhrif til hins verra.
Staðbundinn verkur í höfði eða hálsi getur einnig komið af stað mígrenikasti. Það gefur því auga leið að sami einstaklingurinn þjáist oft bæði af spennuhöfuðverk og mígreni.
Þó að líkamleg áreynsla geti komið af stað mígrenikasti þýðir það ekki að mígrenisjúklingar geti ekki stundað líkamsrækt. Hver og einn verður einungis að finna þá tegund hreyfingar sem hentar best.
Mikið hefur verið rætt um hvort samband sé á milli ofnæmis og mígrenis. Ekki hefur verið unnt að sýna fram á að eiginlegt ofnæmi valdi mígreni. Mígreni er þó ívið algengara hjá börnum með einhvers konar ofnæmi en þeim sem ekkert ofnæmi hafa.
Reykingar ættu að vera bannaðar á heimili barns sem þjáist af mígreni.
Of mikil neysla lyfja í langan tíma á sér sjaldan stað hjá börnum, en getur ýtt undir höfuðverk og þannig orðið vítahringur.
Slíkur höfuðverkur er sjaldgæfur hjá börnum undir skólaaldri, en um 50% barna á skólaaldri hafa fundið til endurtekinna slíkra höfuðverkjakasta og um 10% þeirra finna fyrir spennuhöfuðverk oftar en einu sinni í mánuði. Börn sem hafa mígreni þjást oft einnig af spennuhöfuðverk. Spennuhöfuðverkur einkennist af þrýstingi og verkurinn er stöðugur, en mígreniverkur af slætti í höfðinu. Spennuhöfuðverk hefur verið lýst þannig að sé eins og járnband eða belti sé strengt um höfuðið. Spennuhöfuðverkur varir oft lengur en mígrenikast. Ólíkt mígreni getur spennuhöfuðverkurinn skánað við líkamlega áreynslu. Spennuhöfuðverk fylgir oft spenna eða eymsli í hálsvöðvum, kjálka- og ennisvöðvum, þó alls ekki alltaf. Sjaldgæft er að spennuhöfuðverk fylgi uppköst eða ljós- og hljóðfælni.
Steita, aðallega af neikvæðum toga, s.s. kvíði, hræðsla, þunglyndi og önnur vandamál.
Röng líkamsstaða eða líkamsbeiting.
Rangt tannbit og/eða gnístran tanna.
Aðrir verkir, sérstaklega í baki eða hálsi.
Algengara er að spennuhöfuðverkur stafi af þessum streituþáttum og því er mikilvægt að hafa ofangreind atriði í huga, sé um slíkan höfuðverk að ræða.
Greiningin byggist einvörðungu á sjúkrasögu barnsins og læknisskoðun. Læknar geta stuðst við leiðbeiningar IHS (International Headache Society). Þar er m.a. mælt með að sjúklingar fylli út svokallaða höfuðverkjadagbók. Þannig verður sjúkrasagan oft skýrari og á læknirinn þar með auðveldara með sjúkdómsgreiningu.
Oft er byrjað á nákvæmri almennri læknisskoðun, athugaður þroski taugakerfis barnsins, vöðvafesti á hrygg, hálsi og kjálkum eru athuguð auk þess sem blóðþrýstingur er mældur. Barnalæknir eða taugalæknir gerir oft nákvæma rannsókn á taugaviðbrögðum o.fl. Aðrar rannsóknir, svo sem sneiðmyndataka, eru yfirleitt ekki nauðsynlegar.
Mígreni án fyrirboða | Spennuhöfuðverkur | |
Verkurinn finnst oftast í enni og/eða báðum gagnaugum og er auk þess:
Einkenni áður en sjálfur verkurinn gerir vart við sig:
|
Verkurinn er:
|
Meðferð á höfuðverk getur verið bæði með og án lyfja |
Svefn einn og sér hefur góð áhrif hjá um 80% sjúklinga. Börn ættu því alltaf að eiga kost á því að leggja sig í dimmu herbergi í ró og næði. Þetta á við hvort sem er heima eða í skólanum.
Ýmsar rannsóknir benda til þess að með því að forðast eftir bestu getu þá þætti sem vitað er að koma af stað mígreniskasti megi fækka köstunum um helming. Hér eru auk þess nokkur hollræði. Mælt er með því að:
Hreyfing og slökun hefur oft góð áhrif
Fyrirbyggjandi meðferðir við spennuhöfuðverk eru að mestu leyti þær sömu og eiga við um mígreni enda er oft um sömu hvetjandi þætti að ræða. Streita, röng líkamsbeiting og rangt bit getur haft slæm áhrif á höfuðverkinn. Meðferðin er því meðal annars fólgin í að bæta þessi atriði, til dæmis með markvissum slökunaræfingum.
Lyfjameðferð í mígrenikasti fer eftir því hversu sárt kastið er. Yfirleitt nægja venjuleg verkjastillandi lyf sem fást keypt án lyfseðils. Lyf gegn ógleði eru oft notuð með þeim verkjastillandi. Þegar lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld eru notuð, er mikilvægt að nota þá skammta sem henta aldri og þyngd. Leiki á því einhver vafi hve stór skammtur er hæfilegur er best að hafa samband við heimilislækni eða lyfjafræðing. Sé um mjög alvarlegt mígreni að ræða er möguleiki á að nota sérstök mígrenilyf, jafnvel í sprautuformi. Þessi lyf fást einungis gegn lyfseðli.
Ef barnið þjáist oft af sárum mígreniköstum, (t.d. einu sinni í viku) getur fyrirbyggjandi meðferð verið nauðsynleg. Barnið tekur þá lyf daglega í ákveðinn tíma til að fyrirbyggja kast, hvort sem mígrenið gerir vart við sig eða ekki. Markmið slíkrar meðferðar er að fækka köstum en þau köst sem barnið kann að fá þrátt fyrir það eru meðhöndluð eins og lýst er hér að ofan, þ.e. með verkjastillandi lyfjum.
Þessi tegund höfuðverkjar er vægari en mígrenihöfuðverkur og er yfirleitt ekki þörf á að meðhöndla væg slík köst með lyfjum. Það er hins vegar mikilvægt að barninu séu gefin lyf við sárari köstum, meðal annars til að koma í veg fyrir að barnið kvíði næsta kasti. En slíkur kvíði eykur einmitt líkurnar á kasti og þannig er hætta á að myndist vítahringur stöðugs spennuhöfuðverkjar. Spennuhöfuðverkur hjá börnum er meðhöndlaður með venjulegum verkjastillandi lyfjum sem fást án lyfseðils.
Sé spennuhöfuðverkur mjög þrálátur (daglegur eða því sem næst), getur þurft að beita fyrirbyggjandi lyfjameðferð ásamt þeirri meðferð sem rætt er um í kaflanum „Fyrirbyggjandi meðferð án lyfja“.
Notkun lyfja er oft æskileg, misnotkun ávallt óæskileg. Þetta á bæði við um börn og fullorðna. Yfirleitt þola börn lyf jafnvel og fullorðnir og ekki er ástæða til að óttast lyfjagjafir til barna, svo framarlega sem eftirfarandi atriði eru höfð í huga:
Hjá börnum vakna sömu spurningar og hjá fullorðnum en oft eiga þau erfiðara með að orða þær við lækninn. Spurningar sem ekki hefur verið svarað geta valdið áhyggjum og ótta sem aftur gera að verkum að höfuðverkurinn versnar. Gangið því ætíð úr skugga um að barnið hafi fengið svör við eftirfarandi spurningum áður en læknirinn er kvaddur:
– Hvað veldur sársaukanum í höfðinu?
– Er hann hættulegur?
– Hvað er hægt að gera?
– Hve lengi þarf ég að þjást af höfuðverk?
Ýmsar leiðir eru færar til að létta þeim lífið sem þjást af höfuðverk. Því miður er þó ekki hægt að hjálpa öllum. Leitaðu ráða hjá lækninum þínum.