Tíminn er dýrmætur og því mikilvægt að nýta hann vel, vera jákvæður, brosa og setja sér markmið.
Til að ná árangri skiptir miklu máli að hafa góða sjálfsmynd og er hún hornsteinninn að jákvæðu viðhorfi til lífsins. Sá sem hefur lélega sjálsmynd treystir ekki eigin getu. Jákvæð sjálfsmynd hvetur okkur til dáða og einstaklingur með góða sjálfsmynd er sjálfsöruggur, ákveðinn og hamingjusamur.
Til að öðlast góða sjálfsmynd þurfum við að búa yfir sjálfstrausti og treysta eigin getu. Sjálfstraust er það traust sem við berum til okkar sjálfra til að leysa það af hendi sem fyrir liggur. Það byggir á því áliti sem við höfum á okkur sjálfum sem persónum.
Hvernig við treystum okkur sjálfum byggir á því hvernig við tölum við okkur sjálf. Og já, við tölum við okkur sjálf alla daga, þ.e. við gerum athugasemdir í huganum við allt það sem við gerum og segjum. Því skiptir það miklu máli að setja upp jákvæðnigleraugun og horfa á lífið jákvæðum augum.
Hugarfar okkar skiptir nefnilega mjög miklu máli og ræður því hvernig við nálgumst lífið. Rannsóknir sýna að hugarfar skipti meira máli en gáfur, hæfileikar eða útlit. Að nálgast hlutina með réttu hugarfari hefur mikið að segja varðandi velgengni okkar í lífinu.
Við höfum val hvað varðar hugsanir okkar og hvernig við bregðumst við aðstæðum og áskorunum. Vissulega getum við ekki breytt fortíðinni eða því hvernig aðrir haga sér. En að velja sér að vera bjartsýnn og sjálfsöruggur í stað þess að vera neikvæður, uppgefinn og svartsýnn hjálpar okkur að sjá tækifærin í stað þess að einblína á óréttlæti og óhamingju.
Það er hverjum manni hollt að þekkja kosti sína og galla. En allt of oft vefst það fyrir fólki að segja . . . LESA MEIRA