Hér áður fyrr voru það þeir eldri sem nutu virðingar og fóru með völdin í samfélaginu. Yngra fólk þurfti að taka tillit til þess. Þetta breyttist eftir að unglingarnir gerðu uppreisn á sjöunda áratugnum. Þá var farið að tengja ungan aldur við frelsi og nýjar hugmyndir en líta svo á að það sem væri gamalt væri í eðli sínu slæmt. Síðustu áratugi hafa völdin verið að færast til yngra fólksins og það hefur orðið meira áberandi í fjölmiðlum en áður var. Í danska sjónvarpsþættinum Besti aldurinn, hafa Danir úr menningar- og listalífi lýst því hvernig þeir upplifa þetta.
„Við erum farin að sjá fyrstu merki þess, að áhersla vestrænnar menningar á æskuna sé farin að minnka“, segir Else Skjold tískusérfærðingur. „Áratugum saman hefur allt snúist um unga fólkið. Ég held að markaðurinn sér orðinn mettaður af æskunni, þannig að menn séu búnir að fá nóg“, segir hún.
Elsa segir að það sjáist til dæmis á því, að á síðustu árum . . . LESA MEIRA