Margir hafa heyrt um MS-sjúkdóminn og hafa óljósa hugmynd um að hann tengist hjólastól á einhvern hátt. Sú var kannski raunin áður fyrr en með nýjum lyfjum og betri tækni lifa mun fleiri góðu lífi með sjúkdómnum.
Mikilvægt er að ungt fólk með MS og aðstandendur þeirra geti fræðst um sjúkdóminn. Framtíðin verður bjartari og sáttaferlið auðveldara ef fólk er upplýst um raunverulegt horf sjúkdómsins í dag.
* MS (multiple sclerosis) er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu (heila og mænu) þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýelín, sem er efni sem myndar slíður utan um taugaþræði og ræður hraða og virkni taugaboða. Skilaboð um hreyfingu, tal eða hugsun truflast og ná illa eða ekki fram til viðeigandi líkamshluta, og einkenni sjúkdómsins koma fram.
* Við greiningu á MS er stuðst við skoðun taugalæknis, sjúkrasögu og einkenni, segulómun (MRI), mænuvökvarannsókn, sjónhrifrit og útilokun annarra sjúkdóma.
* Flestir sem greinast með MS fá einkenni í köstum þar sem einkenni gera vart við sig en ganga að jafnaði til baka að hluta eða öllu leyti eftir nokkra daga eða vikur (MS-kast). Með tímanum geta einkenni orðið meira viðvarandi.
* Sumir fá ekki einkenni í köstum heldur koma þau fram smám saman með tímanum en þá er talað um stöðuga versnun (e. primary progressive). Hversu hratt einkenni koma fram og hvernig þau þróast er erfitt að segja fyrir um.
* Líkamleg einkenni geta t.d. verið dofi í útlimum, þreyta, sjóntruflanir, breytingar á jafnvægisskyni, minni máttur, skerðing á samhæfðum hreyfingum, erfiðleikar við gang, vöðvaspenna, spasmi og verkir. Nánari upplýsingar má finna hér.
* Hugræn ogtilfinningatengd einkenni geta t.d. verið erfiðleikar með minni, tal, einbeitingu eða athygli, breytingar á persónuleika eða breytingar á háttalagi, s.s. þunglyndi, tilfinningasveiflur eða minna frumkvæði. Nánari upplýsingar má finna hér.
* MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk. Á hverju ári greinast að jafnaði um 25 manns með MS á Íslandi, oftast á aldrinum 20-40 ára. Talið er . . . LESA MEIRA