Sum mygla getur valdið ofnæmisviðbrögðum og öndunarerfiðleikum, önnur geta innihaldið sveppaeitur (mycotoxin) sem eru krabbameinsvaldandi efni. Ef myglueitur er til staðar þá hverfur það ekki við eldun matvæla. En hvenær er óhætt að skera myglu frá og hvenær á að henda matvælunum:
Alltaf skal henda mygluðu brauði, þar sem mygla getur verið til staðar án þess að hún sjáist.
Alltaf skal henda mygluðum vatnsmiklum ávöxtum (t.d. plómum, appelsínum, melónum) og vatnsmiklu grænmeti (t.d. agúrku, tómötum). Mjög mikilvægt er að nota aðeins óskemmd ber og ávexti við gerð sultu og safa.
Í þéttara og vatnsminna grænmeti eins og gulrótum og káli má skera myglu bletti frá.
Ef hvít himna er á rót sveppa þá er það ekki mygla heldur þeirra eigin mycelium. Það má einfaldlega skera hvítu himnuna af ásamt ögnum af jarðvegi.
Ef myglublettir sjást í sultu þá á alltaf að henda henni, sveppaeitur getur hafa dreifst um alla sultuna í krukkunni.
Alltaf skal henda mygluðum hnetum. Athuga þarf sérstaklega hvort parahnetur (brasil nut) séu myglaðar í miðjunni.
Öllum mjólkurvörum eins og rjóma, sýrðum rjóma eða mjúkostum (t.d. brie) skal henda ef einhver mygla er til staðar (önnur en mygla sem er eðlilegur hluti af ostinum). Myglubletti á hörðum ostum má skera frá, auk 1 cm af ostinum sjálfum í kringum myglublettinn.
Mygluðu kjöti skal alltaf henda ef vart verður við myglu. Ekki er nóg að fjarlægja sjáanlega myglubletti, það sama á við um lifrarpate og önnur kjötálegg.