Rannsóknin var gerð árið 2010 og var samstarfsverkefni nokkurra háskóla austan hafs og vestan. Hér á Íslandi tóku Hjartavernd og Háskóli Íslands þátt í henni.
Erlingur Jóhannsson prófessor í Háskóla Íslands segir að með rannsókninin hafi átt að meta áhrif dagsbirtu á svefnmynstur eldra fólks. Þannig hafi hreyfimynstur og svefnvenjur verið skoðaðar hjá sama fólki að vetri til og svo aftur um sumar. Hreyfi- og svefnúr voru notuð í rannsókninni og er það í fyrsta sinn sem hlutlægar mælingar eru notaðar í þessum aldurshópi.
Niðurstaða sveifnmælingarinnar var að heildarsvefntími fólksins var um 8 klukkustundir á sólarhring óháð árstíma, sem er algjörlega samkvæmt alþjóða ráðleggingum um lengd svefns hjá fólki á þessum aldri. Svefninn var að vísu 20 mínútum styttri yfir sumartímann. Annars var ekki marktækur munur á heildarsvefntíma á sumrin og veturna og heldur ekki milli karla og kvenna. Karlar sofa þó samkvæmt þessum mælingum . . . LESA MEIRA