Ekki veit ég um sannleikagildi þessarar sögu en ástæður langlífis og góðrar heilsu geta verið margar. Erfðir ráða nokkru en umhverfi og lífsstíll hefur meiri áhrif en marga grunar. Regluleg hreyfing skiptir miklu máli.
Lífslíkur fólks lengjast stöðugt. Athuganir sýna að margir eru ekki áhugasamir um að ná háum aldri og hafa þá fyrir sér fyrirmyndir aldraðs fólk sem býr við heilsuleysi. En þarf hár aldur að fela í sér heilsuleysi?
Margar athuganir hafa verið gerðar á lífsháttum fólks sem lifir lengi við góða heilsu og fjöldi bóka skrifaðar. Fyrir nokkrum árum las ég bókina The Blue Zone (Bláa beltið) eftir Dan Buettner. Buettner rekur vefsíðuna bluezones.com. Bókina skrifaði hann árið 2000 eftir rannsóknir sem hann gerði fyrir National Geograpic Society á svæðum þar sem fólk lifði lengur við betri heilsu en almennt gerðist. Þessi svæði eru Okinawa í Japan, Nicoya skaginn á Costa Rica, Barbagia svæðið á Sardiniu og hjá 7. dags aðventistum í Loma Linda í Kaliforníu. Á þessum svæðum varð 10 sinnum fleira fólk 100 ára heldur en að meðaltali í Bandaríkjunum. Buettner ræddi við 255 einstaklinga á þessum svæðum og reyndi að finna leyndardóm eilífar æsku en fann ekki. Hins vegar fann hann ýmiss áhugaverð sameiginleg hegðunarmynstur þessa fólks sem hann skilgreindi í 9 þáttum. Án efa hefur umhverfið sem fólkið bjó við haft mikilvæg áhrif og spurning er hvort hægt er yfirfæra þessa 9 þætti á aðrar umhverfisaðstæður. Þessir þættir hafa oft verið mér nokkuð umhugsunarefni. Eftir því sem ég verð eldri finnst mér ég sjá marga þessara þátta sameiginlega með heilbrigðu eldra fólki sem ég umgengst.
Eftirfarandi eru ellifrestunarráðin 9 sem ég leyfi mér að nefna svo. Ég er sannfærður um að þessir þættir eru leiðbeinandi um betra líf á efri árum þótt ráðin komi frá fólki sem bjó í ólíku og jafnvel frumstæðara umhverfi en við:
1. Stunda eðlilega hreyfingu: Fólkið iðkaði ekki skipulagða líkamsrækt en mikil hreyfing var hluti af daglegu lífi þess. Göngur milli húsa, upp og niður stiga er hluti af eðlilegri hreyfingu sem við getum tileinkað okkur.
2. Finna tilgang í lífinu: Hafa tilgang með lífinu er sagt að geti aukið lífslíkur um 7 ár. Fólkið á þessum svæðum hlakkaði til morgundagsins. Mikilvægt er að leita sér tilgangs í lífinu og vinna verðug verkefni sem gefa lífinu gildi.
3. Kunna að slappa af: Fólkið á þessum svæðum notaði aðferðir til þess draga úr daglegri streitu eins og að minnast daglega forfeðra sinna, stuttan svefn yfir daginn, bænalestur og “hamingjustundir” með vinum. Í nútíma þjóðfélagi er boðið upp á ótal afslöppunarmöguleika.
4. Borða sig 80% saddan: Fólkið gætti þess að borða hæfilega mikið og setti viðmiðunina á 80% af magafylli. Ýmsar bækur og ráð eru á boðstólnum til þess að minnka neysluna eins og að minnka diska og glös og fá sér ekki aftur á diskinn.
5. Setja jurtaríka fæðu í forgang: Fólkið neytti takmarkaðs kjöts og unninna kjötvara aðallega vegna þess að framboðið af kjöti var takmarkað. Hins vegar neytti það mikils af ferskum ávöxtum og grænmeti. Nútíma neytendur neyta kjöts en ráðlagt er að neyta léttasta og fituminnsta kjötsins og nóg framboð er að ferskum ávöxtum og grænmeti.
6. Hafa víndrykkju í hófi: Fólkið neytti víns í hófi. Mælt er með . . . LESA MEIRA