Þungunarprófið er jákvætt - til hamingju átt von á barni! Hvað gerist næst?
Hér er stiklað á stóru um það sem þú getur gert meðan þú bíður eftir því að hitta barnið þitt.
- Notaðu meðgöngureikninn til að komast að því hvenær barnið á að fæðast.
- Skoðaðu hvert þú ferð í meðgönguverndina. Það er oftast nær á heilsugæslustöðina í því hverfi sem þú býrð. Pantaðu svo viðtal við ljósmóðurina á þeirri stöð. Gott að fara þegar þú ert komin um það bil 12 vikur á leið.
- Hugsaðu um hvort þú vilt fara í hnakkaþykktarmælingu.
- Hugsaðu vel um heilsuna. Heilbrigt líferni er alltaf mikilvægt en ekki síst þegar annar einstaklingur er að vaxa og dafna inni í þér. Taktu fólin sýru, borðaðu hollan mat, hreyfðu þig og passaðu að sofa nóg. Það er eðlilegt að vera mjög þreytt fyrstu vikurnar.
- Það sem ekki er ráðlegt að gera á meðgöngu. Þú þarft ekki að forðast marga hluti en sumt er ekki mjög heppilegt að gera á meðgöngunni og gott að hafa í huga. Reykingar, neysla áfengra drykkja, fíkniefni, koffín í óhófi, sumar matartegundir og sum lyf eru dæmi um það sem er ekki æskilegt.
Ef þú tekur einhver lyf skaltu strax ræða það við lækninn þinn eða ljósmóður hvort sé í lagi að halda áfram töku þessara lyfja eða hvort skipta eigi yfir í heppilegra lyf.
- Ekki fá allar konur meðgöngukvilla og engin fær alla kvillana sem til eru. Mjög alglengt er að finna fyrir ógleði og/eða uppköstum . . . LESA MEIRA
Tengdar fréttir