Embætti landlæknis gaf síðastliðið haust út endurnýjuð tilmæli um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og kynnti þau heilbrigðisráðherra.
Tilmæli landlæknis um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi
Embætti landlæknis gaf síðastliðið haust út endurnýjuð tilmæli um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og kynnti þau heilbrigðisráðherra.
Var það liður í áralangri vinnu að því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi í skilgreindum aldurshópi.
Embætti landlæknis hefur verið ráðgefandi um slíka skimun í samráði við sérfróða aðila og er ferill málsins rakinn í hjálögðu skjali, en þar er einnig fjallað um umræðu um málið í Læknablaðinu.
Að undanförnu hafa Velferðarráðuneytið og Krabbameinsfélag Íslands unnið að því að hrinda skimunarátakinu í framkvæmd í samræmi við tilmæli landlæknis.
Tilmæli landlæknis um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi (PDF)
Landlæknir