Í sumum tilvikum þá er þetta svo slæmt að fólk sér ekkert nema depla á meðan önnur tilvik lýsa sér þannig að fólk verður að leggjast niður og er frá það sem eftir er dags.
Það hafa verið gerðar óteljandi rannsóknir á mígreni og hver ástæðan er að fólk fær mígreni.
Í sumum þessara rannsókna kom í ljós að veðurbreytingar geta haft áhrif á mígreni. Þá er sérstaklega verið að tala um þá sem búa við mikinn hita og einnig þá sem neyta mikils sykurs á stuttum tíma.
Einnig er talið að breytingar á Serotonin í heila geti orsakað mígreni.
Samkvæmt nýrri rannsókn kom í ljós að vöntun á ákveðnum vítamínum í líkama geta orsakað mígreni köst.
Má nefna B6, B12, fólín sýru og D-vítamín.
Í raun þá eykst áhættan á mígreni um 300% ef þessi vítamín eru ekki til staðar í þínu mataræði.
Ansjósur
Avókadó
Bananar
Koffein
Sítrus ávextir
Myglu ostur
Súkkulaði
Fíkjur
Síld
Linsubaunir
Baunir
Hnetur (peanuts)
Unnið kjöt eins og pylsur og allskyns álegg
Hindber
Rúsínur
Plómur
Sardínur
Soja sósa
Létt áfengi
Þreyta
Svefnleysi
Að sleppa máltíðum
Blikkandi ljós
Og breyting á þrýstingi (loftþrýstingi)
Lyktir af sumum ilmvötnum, málningu og öðrum efnum sem hafa sterka lykt
Ef þú færð oft mígreni köst þá skaltu skrifa hjá þér hvað þú ert að borða og allt sem þú gerðir þann daginn. Með þessu getur þú fylgst vel með því hvað það er sem kemur af stað mígrenikasti hjá þér.
Heimild: healthylifeidea.com