Fullt nafn: Júlía Magnúsdóttir
Ég byrjaði breyttan lífstíll fyrir 5 árum þegar ég gerði mér grein fyrir því að fleiri kvillar en ég hafði tölu á voru farnir að hrjá mig.
Ég hafði alla ævi glímt við slæma iðruólgu (IBS) og man eftir að hafa þurft að fara upp á spítala út af því, einnig var ég alltaf fyrst með flensu og reglulega með eyrnabólgu og kvef.
Ég var komin með liðverki og fótaverki, sem orsakaði að ég þurfti að minnka bæði hlaup og skokk. Líkaminn var farinn að kalla á mikinn svefn, eða allt að 9-12 tíma á sólarhring. Ég greindist með PCOS (fjölblöðrueggjastokkaheilkenni) . Ofan á allt þetta kom í ljós að ég var með latan skjaldkirtil sem hafði m.a. hægari brennslu og enn meira orkuleysi í för með sér. Þetta var algjört sjokk og ég sá fram á að ef ég gerði ekki eitthvað róttækt í mínum málum myndi ástandið einungis fara versnandi. Ég áttaði mig á að ég ein væri ábyrg fyrir heilsu minni og líðan, og var þetta sannarlega ekki lífið sem ég vildi lifa áfram.
Næstu vikurnar á eftir rannsakaði ég allt sem ég komst yfir um heilsu og heilnæman lífsstíl og varð algjörlega heltekin! Það leið ekki á löngu þar til ég skráði mig í skóla sem heitir IIN (Institute of Integrative Nutrition) og varð alveg heltekin.
Svo ég ákvað að breyta um mataræði og gaf upp á bátin sykur, glútein, mjólkurafurðir, egg sem og dýraafurðir - og eftir aðeins nokkrar vikur varð líkaminn allur frískari og ég hafði aldrei fundið fyrir eins mikilli orku! Verkir í liðum og fótum hurfu ásamt krónísku iðrabólgunni (IBS) sem ég hafði greinst með sem barn. Auk þess léttist ég og náði þyngd sem ég var sátt við án þess að hafa fyrir því. Sykurlöngun hvarf sem mér fannst stórmerkilegt á þessum tíma og í dag er ég laus við alla fyrri kvilla, hef heilbrigða meltingu, verð nánast aldrei veik og hef tekið upp hlaupaskóna á ný.
Mér finnst húðin mín, hárið og allur líkaminn virkilega ljóma en í þokkabót finnst mér ég vera að borða mat af betri gæðum og á hverjum degi finnst mér ég vera að gefa líkama mínum það besta.
Svo sakar það ekki að mér finnst hreinlega mataræðið mitt í dag bara svo miklu bragðbetra en hér áður og enn meira spennandi.
Það mætti alveg segja að þessi ákvörðun mín um að breyta mataræðinu hefur verið sú allra besta sem ég hef tekið því hún gerði mér kleift að ná tökum á lífinu og heilsu minni sem er það dýrmætasta sem ég á!
Þetta hefur verið svakalegt ferðalag á stuttum tíma og hef ég lært svo ótrúlega mikið, sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég vildi skrifa þessa bók til að deila uppskriftum mínum og reynslu svo að sem flestir geti upplifað álíka vellíðan í stað þess að fara flækjustigið eins og ég gerði.
Ég veit hversu ógnvekjandi breytingar á lífsstíl geta verið og upplýsingaflæðið oft misvísandi. Löngun mín er að geta sýnt fólki að hreint mataræði þarf alls ekki að vera flókið heldur getur gert lífið bæði einfaldara og ánægjulegra.
Bókin heitir Lifðu til fulls – Yfir 100 ómótstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma. Bókin er komin í búðir um land allt á Íslandi. Allar uppskriftir eru lausar við sykur, glúten, mjólkurafuðir og egg, og hentar því vel þeim sem eru vegan en einnig er sérkafli með kjötréttum. Í bókinni er allt frá morgunverði, millimál, hollar útfærslur af vinsælum skyndibitum, Mexíkóréttum og sektarlausum sætindum ásamt ýmsum fróðleik, eins og hvernig skipta má út sykri og hvaða nátturúlegu sætuefni ætti að velja.
Hugmyndin er að jafnvel þeir sem telja sig engan tíma hafa í eldhúsinu geti með einföldum hætti eldað holla og góða rétti fyrir sig og fjölskylduna og án þess að nokkur sakni óhollari kostsins.
Mjög margir leita til mín í ókeypis sykurlausu áskorun sem stendur yfir 14 daga og síðasta áskorun sem var að enda núna 29.ágúst voru með í henni yfir 23.000 manns. Mér þykir alltaf jafn vænt um hverja einustu sögu sem við fáum senda frá þeim sem eru að taka þátt í áskorun, það tala ofboðslega margir um hvað þeim finnst maturinn góður og slá á sykurlöngun, hvað orkan er meiri, svefn betri og sumir tala um að ná að léttast, losna við hausverk og fleira. Svona sögur hvetja mig að halda áfram að gera það sem ég gera í dag.
Að auki sækja mjög margir í matarhreinsanir mínar og 4 mánaða þjálfun sem heitir Nýtt líf og Ný þú og haldin er árlega og þykir mér ofboðslega vænt um að sjá þegar einhver nær að lifa til fulls og fara framúr vætingum sínum. Ég finn mikla samkennd með þeim sem glíma við sykurlöngun og jafnvel upplifa sig vera að gera allt eftir bókinni en samt ekki að sjá árangur því ég var nákvæmlega á þeim stað hér áður og trúi að öll erum við ólík og þurfum að hafa það hugfast þegar við erum að finna okkar lífsstíllsleið.
Tvímælalaust, unnin sykur er gríðarlega ávanabindandi og að halda sig frá honum er eitt af því besta sem við getum gert heilsu okkar í dag enda eru svo ofboðslega margar rannsóknir að sýna okkur hvernig heilsu okkar fer hrakandi með aukinni væðingu á unnum sykri og óhollustu, umframagn á frúktósa (sykri) er einnig talin ein helsta orsök sykursýkis 2, offitu, andlegrar vanlíðun, húðvandamála, uppþembu, bauga og ýmissa fleirri sjúkdóma.
Samt sem áður höfum við öll þörf að fá eitthvað sætt og það er alveg eðlilegt en hvernig við temjum þá löngun er annað mál. Því er mikilvægt að velja góða nátturulegra sætu sem eru lág í frúktósa og gera úr því eitthvað sætt og gott. Ég nota t.d mikið steviu sem inniheldur 0% frúktósa og einnig nota ég gjarnan hráan kókospálmanektar sem er lág í frúktósamagni. Ég hef fundið að það er alveg hægt að borða eitthvað sætt og gott sem er líka hollt fyrir þig.
Allt er þetta hangir saman. Mér finnst mikilvægt að temja sykurlöngun með nátturúlegum hætti og síðan hlusta á líkamann og hvers hann þarfnast. Ég finn það hjá mér sjálfri að suma daga borða ég oftar og aðra daga ekki eins oft, þetta fer eftir því hvað er í gangi hjá mér og á hversu mikla hreyfingu ég er að stunda þann daginn.
Tvímælalaust vel ég yfir daginn og mæli með máltið sem samanstendur af hollum kolvetnum, góðri fitu og próteini. Það sem ég fann hjá mér sjálfri var að það var ofboðslega mikið prótein samt sem áður í mörgum fæðutegundum sem ég gerði mér ekki grein fyrir eins og í grænkáli, hnetum, fræjum, avokadó og fleiru úr plönturíkinu.
Að vera í eldhúsinu, ferðast og dans eru mín helstu áhugamál en svo er ég mikið fyrir fjölbreytni og alltaf að prófa eitthvað nýtt.
Ég æfi á hverjum degi á morgnanna. Um helgar tek ég jafnvel rólegri æfingar eins og teygjur, pilates eða ég nota foam rúllu en síðan blanda ég saman hiitt æfingum, trampolínhopp, lyftingum með lóðum og líkamsþyngd og slökunar dögum yfir vikuna. Ég elska að vakna og byrja daginn að hreyfa mig.
Grænt salat, dökkt lífrænt súkkulaði og Acidophilus
Uppáhaldsmaturinn núna er glúteinlausapizza mín úr bókinni með fullt af græmneti, sætum kartöflum og klettasalati. Uppáhaldsstaðurinn er Austurindíafélagið.
Ég er að lesa bók núna eftir Donna Gates. The body ecology diet.
Það væri klárlega nudd og spa dagur sem endaði á æðislega hollum og góðum mat og sætubita eins og einhverri af hrákökum mínum eða ís hjá Joylato ísbúð á Njálsgötu, þau eru með vegan ís sem er sætaður með hlynsírópi. Allt sem tengist Spa og súkkulaði grípur mig.
Trúin um að æðri máttur sé að fara fyrir þér hefur komið mér í gegnum ótrúlegustu hluti. Ég nota gjarnan setninguna: Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrka gjörir.
Um leið og ég sé stóru myndina hverfa áhyggjur um það sem framundan er og ég veit það mun reddast.
Stefnan næst er að fara mennta mig sem hráfæðiskokk og fer ég þá út til L.A í 4 vikur í stíft nám. Það hefur lengi verið draumur og ég sé að það getur hjálpað mér með næstu uppskriftabók, ég stefni á að þýða nýju bókina mína og taka hana út. Einnig er ég að gæla við ýmsar matarhugmyndir. En ég tek bara eitt skrefið í einu núna, þetta gerist allt á sínum tíma. Ætli ég verði ekki líka komin með börn eftir 5 ár, svo ég skilji móður mína ekki eftir í örvæntingu.