10 atriði til að hafa í huga við notkun ljósabekkja!
Ef þú finnur fyrir sviða í húð og óþægindum eftir ljósatímann, skaltu láta fáeina daga líða þar til þú ferð aftur í ljósabekkinn.
EKKI freistast til að hunsa einkennin og fara aftur í bekkinn og fljótt, því þér liggur á að byggja upp sólbrúnan hörundslit.
Þú gerir einfaldlega illt verra og getur skaðbrunnið.
Nú þegar sól hækkar á lofti og sumarið er farið að gægjast fyrir hornið, er eðlilegt að ætla að sólarþyrstir Íslendingar sæki meira í ljósabekki; einhverjir til að næla sér í smávægilegan lit en aðrir til að undirbúa húðina og byggja upp grunnlit, sem svo aftur getur dregið úr líkum á sólbruna, áður en farið er í fríið.
Einhverjir þola sólarljós og þar með talið ljósabekki ágætlega, meðan öðrum hættir til að brenna og eru viðkvæmari. Þetta er vegna þess að ekki allir framleiða sama magn melaníns, sem hindrar sólbruna. Þess vegna er ágætt að hafa fáein öryggisatriði í huga áður en lagst er í ljósabekkinn, svo hægt sé að koma í veg fyrir sólbruna.
Farðu þér hægt í byrjun; ef þú ert byrjandi í notkun ljósabekkja er best að ræða við starfsmann stofunnar og fá viðeigandi ráðgjöf. Þó uppgefinn tími sé yfirleitt 20 mínútur í venjulegum ljósabekk (10 mínútur í túrbó) og mögulegt sé að lengja tímann upp í 40 mínútur, getur starfsmaður stytt tímann í byrjun og svo aukið hægt og bítandi á lengdina. Þú getur meira að segja valið að fara í 3 mínútna langan tíma! Með því að fara hægt í byrjun, byggir þú hægar upp sólgylltan hörundslit, en kemur samtímis í veg fyrir sviða og flagnaða húð, sem er allt annað en skemmtilegt að eiga við.
Ef þú finnur fyrir sviða í húð og óþægindum eftir ljósatímann, skaltu láta fáeina daga líða þar til þú ferð aftur í ljósabekkinn. EKKI freistast til að hunsa einkennin og fara aftur í bekkinn og fljótt, því þér liggur á að byggja upp sólbrúnan hörundslit. Þú gerir einfaldlega illt verra og getur skaðbrunnið. Dokaðu frekar við, berðu kókosolíu eða annan nærandi áburð á húðina í fáeina daga og farðu aftur þegar sviðinn og roðinn er alveg horfinn.
-
Starfsmenn stofunnar geta veitt þér upplýsingar:
Ekki vera femin/n við að spyrja starfsmenn stofunnar um þá möguleika sem í boði eru. Hugsaðu vel um hörundið, segðu frá í hreinskilni hvenær þú varst síðast í sól – biddu um styttri tíma í byrjun ef langt er síðan þú fórst í sólbað síðast.
-
Skoðaðu aðstöðuna og ljósbekkinn áður en þú leggst niður:
Já. Þú mátt sannarlega óska eftir skoðunarferð um stofuna, áður en þú leggst í bekkinn í fyrsta sinn. Ef glerið á ljósabekknum er orðið máð, sérstaklega rétt við höfuðpúðann, skaltu afbóka ljósatímann og velja aðra stofu. Ef glerið í bekknum er ólaskað, skaltu samt sem áður spyrja hvaða hreinsiefni starfsmenn stofunnar nota til að þrífa glerið – sérstaklega ef þú ert með viðkvæma húð og færð gjarna ofnæmi fyrir sterkum efnum.
-
Farðu varlega ef þú tekur lyf að staðaldri:
Gættu vel að hörundinu ef þú tekur lyf að staðaldri. Lestu þér til um mögulegar aukaverkanir, hringdu í apótekið ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum á upplýsingaseðlinum sem fylgir með lyfjapakkningunum og gakktu úr skugga um að lyfin, sem þú tekur, auki ekki hættu á sólbruna.
-
Notaðu ALLTAF hlífðargleraugu:
Ekki leggjast í ljósabekk nema þú hafir áður gengið úr skugga um að hlífðargleraugu séu í bekknum. Gleraugun eru þannig hönnuð að þú færð engar línur á andlitið þó þú setjir þau upp; þvert á móti smjúga sólargeislarnir í gegn, en gleraugun vernda augun gegn hugsanlegan sjónskaða og koma í veg fyrir mögulega blindu.
-
Veldu sólarkrem í samræmi við hörundslit:
Ekki notast við sterk sólarkrem sem eiga að auka á sólbrúnku, ef þú ert með ljósa og viðkvæma húð eða brennur auðveldlega. Gættu þín, því sólarkremin skerpa á brúnku og ef þú ferð sjaldan í sól, skaltu því frekar velja sólarvörn – í stað þess að bera á þig bronskrem.
-
Já, þú mátt fara í sundbol í ljósabekkinn:
Auðvitað fer engin heilvita manneskja fullklædd í ljós. En sumir kjósa að fara í ljós íklæddir sundfatnaði. Einhverjir vilja að sólbrúnkan beri eðlilegri áferð, aðrir vilja einfaldlega skýla viðkvæmum líkamshlutum fyrir sterkum sólargeislum. Svo eru þeir sem kjósa að fara naktir í ljós. Allt fer þetta eftir því hvort þú kýst að vera með jafna áferð á öllum líkamanum eða bera för eftir sundfatnaðinn. Þú ræður.
-
Ekki taka hreinsiefni að heiman með þér í ljós:
Kannski viltu gæta að hreinlæti, kannski treystir þú ekki starfsfólki stofunnar og vilt fullvissa þig um að bekkurinn sé alveg hreinn þegar þú leggst niður. Ef þú ert í vafa, eða hefur áhyggjur af gerlum og bakteríum, skaltu hins vegar snúa þér til starfsfólks stofunnar, áður en í bekkinn er farið. Biddu starfsmanneskju einfaldlega að lána þér hreinsilöginn sem stofan kaupir inn, því vandaðar sólbaðsstofur notast við sérstakan hreinsilög sem skaðar ekki hörundið og drepur bakteríur. Ef ekki er varlega farið, gætir þú – í stað þess að skerpa á hreinlætinu – skaðbrunnið vegna efnasamsetningar í hreinsilegi sem verður sjóðheitur í ljósabekknum, er ætlaður er til almennra heimilisþrifa og þú tekur með þér að heiman. . . LESA MEIRA