Fara í efni

10 fæðutegundir sem sporna við vökvatapi

Þessar fæðutegundir eru ferskar og fullar af næringu og með lága kaloríutölu.
10 fæðutegundir sem sporna við vökvatapi

Þessar fæðutegundir eru ferskar og fullar af næringu og með lága kaloríutölu.

Borðaðu vatnið þitt.

Samkvæmt gamalli reglu þá áttu að drekka átta vatnsglös á dag, og sumir mæla með meiru. Þetta getur oft verið örlítið erfitt þannig að því ekki borða vatnið sem líkaminn þarf að nota yfir daginn.

Um 20% af inntöku á vatni kemur frá fæðunni okkar, sérstaklega ávöxtum og grænmeti.

Vatnið er okkur öllum afar mikilvægt og skiptir aldur þar engu um.

Gúrkan

Hún er 96,7% vatn.

Gúrkan er ríkust af vatni þegar miðað er við annan mat. Hún er fullkomin í salatið eða bara skella henni í lengjur eða sneiðar og narta í yfir daginn.

Það má nota hana saman við jógúrt og ef þú gerir það prufað þá þetta. Notaðu fitulausan jógúrt, myntu og ísmola og gerðu gúrkusúpu. Súpur eru alltaf fullar af vökva.

Iceberg kál

Vatnsinnihald er 95,6%.

Iceberg er íslendingum kunnugt grænmeti. Oft er litið örlítið framhjá því þar sem læknar mæla frekar með dökkgræna grænmetinu. En Iceberg inniheldur þetta mikla magn af vatni og ætti því að vera fastur liður í salatinu okkar.

Ef þú ætlar að gera Taco, prufaðu þá að nota Iceberg blöð til að rúlla upp tacoinu þínu.

Sellerí

Vatnsinnihald er 95,4%.

Það hafa eflaust margir heyrt að sellerí innihaldi neikvæða kaloríutölu, en þetta er ekki alveg satt. Í stilk af sellerí eru um 6 kaloríur. Einnig er það ríkt af trefjum. Nartaðu í sellerí í stað súkkulaðis.

Radísur

Vatnsinnihald er 95,3%.

Radísur eru afar góðar í salatið þitt. Þær gefa skemmtilegt bragð og eru fullar af vökva. Einnig eru radísur fullar af andoxunarefnum eins og catechin sem má einnig finna í grænu te.

Tómatar

Vatnsinnihald er 94,5%.

Niðurskornir tómatar eru mikið notaðir í salöt og með öðrum mat. En ekki gleyma þessum litlu sætu, kirsuberjatómötum og fleirum. Þessir litlu eru nefnilega svo tilvalið nasl í vinnu og skóla. Skella þeim í box og taka með til að hafa í stað vatns suma daga.

Græn paprika

Vatnsinnihald er 93,9%.

Paprikan í allri sinni litadýrð er rík af vatni, en þessi græna er ríkust. Og þrátt fyrir að margir haldi annað að þá er græna paprikan hlaðin andoxunarefnum.

Paprika er frábært snakk, ef krökkunum langar í nart fyrir kvöldmat þá skera bara niður eins og eina græna papriku og leyfa þeim að borða hana því það skemmir ekki matarlistina.

Blómkál

Vatnsinnihald er 92,1%.

Ekki láta ljósa lit blómkálsins plata þig, þessi sætu hvítu blóm eru stútfull af vítamínum og öðrum afar góðum efnum fyrir líkaman. Einnig er mjög gott að nota blómkál í salöt og hafa sem meðlæti með mat.

Vatnsmelónan

Vatnsinnihald er 91,5%.

Það er nú alveg augljóst að vatnsmelónan er stútfull af vatni. En þessi safaríka melóna er einnig afar rík af lycopene, en það er andoxunarefni sem berst gegn krabbameinsfrumum.

Hafðu vatnskönnu í ísskápnum og skerðu vatnsmelónubita niður og skelltu í könnuna. Dásamlega ferskt vatn fullt af næringarefnum.

Spínat

Vatnsinnihald er 91,4%.

Iceberg inniheldur meira af vatni en spínat en spínat er hollara.

Í spínat má finna lutein, kalíum,trefjar,og folate. Notaðu spínat í þínar máltíðir. Í salatið, á samlokuna eða í pastað.

Greip ávöxtur

Vatnsinnihald er 90,5%.

Þessi safaríki dásamlegi ávöxtur er afar hollur. Hann vinnur gegn of háu kólestróli, hann getur minnkað mittismálið og margt fleira. Að borða greip ávöxt daglega er afar gott ef þú ert í átaki og langar að missa nokkur kíló.

Heimild: health.com