Fara í efni

10 helstu þjóðsögurnar um krabbamein og sannleikurinn um þær.

Kúrar með furðulegustu aðferðum allt frá kannabis til kaffistólpípu
Kúrar með furðulegustu aðferðum eru í boði
Kúrar með furðulegustu aðferðum eru í boði

Alls konar þjóðsögur og rangfærslur eru til um krabbamein, eðli þess, orsakir og lækningar. Margar þessar rangfærslur ganga “fjöllunum hærra” á vefsíðum og fésbókarvefjum og jafnvel í blaðagreinum og vinsælum fréttavefjum. Því miður fer mikill tími og orka krabbameinslækna í að útskýra fyrir örvæntingafullum sjúklingunum hvað er satt og hvað er logið. Ein algengasta vitleysan er að of hátt sýrustig í líkamanum orsaki krabbamein.  Önnur er að sykur næri krabbameinsfrumur.

Kúrar með furðulegustu aðferðum allt frá kannabis til kaffistólpípu eru sagðir (ranglega) geta læknað flest ef ekki öll krabbamein. Loddarar nýta sér bágindi og örvæntingu krabbameinssjúkra sem trúa hverju sem er í von um lækningu. Eitt dæmið er Ítali að nafni Tullio Simoncini sem hefur grætt vel á þeirri goðsögn  að krabbamein sé sveppasýking og læknanleg með matarsódameðferð hjá honum. Fjölmargir hafa látið lífið eftir að hafa valið slíka hindurvitni framyfir alvöru lækningavon og jafnvel borgað aleiguna fyrir ónýtar meðferðir hjá svona skúrkum í útlöndum.

Í þessari grein er farið yfir 10 algengustu þjóðsögurnar um krabbamein og raunveruleikinn í þeim rakinn á einfaldann og vel rökstuddan hátt. Greinin er vel og aðgengilega skrifuð af fræðimönnum við mjög virta krabbameinsrannsóknastofnun í Bretlandi.   Vonandi gefst okkur tími til þess að þýða hana en þangað til vonum við að sem flestir hafi gagn af henni á frummálinu.

Hér er  greinin: http://scienceblog.cancerresearchuk.org/2014/03/24/dont-believe-the-hype-10-persistent-cancer-myths-debunked/