Fara í efni

10 leiðir til að ná enn betri svefn en Þyrnirós

Á meðan þú nýtur þess að sofa þá er húðin þín að vinna sín verk, hún er að jafna sig eftir daginn og ná sér í raka frá deginum áður.
10 leiðir til að ná enn betri svefn en Þyrnirós

Á meðan þú nýtur þess að sofa þá er húðin þín að vinna sín verk, hún er að jafna sig eftir daginn og ná sér í raka frá deginum áður.

Svo spurningin er, af hverju ekki að hjálpa aðeins til?

Á meðan þú ert að ná þínum átta tímum þá skiptir máli fyrir húðina hvað þú gerir áður en þú ferð að sofa og hvernig þú sefur.

Hér eru góðar leiðir sem þú ættir að venja þig á að gera fyrir svefninn til að hafa heilbrigða húð:

1. Ef þú ert með sítt hár, hafðu það á í hnút eða fléttu til að það sé ekki að flækjast í andlitinu á þér. Náttúrulegu olíurnar í hárinu eru ekkert sérstaklega góðar fyrir húðina.

2. Alltaf að þvo sér í framan. Til að koma í veg fyrir stíflaðar svitaholur og bólur skaltu þvo þér í framan á hverju kvöldi og nota mildan hreinsi eða hreinsiklúta.

3. Notaðu andlitsskrúbb. Ef þú gerir það þá verður húðin svo fersk og ungleg. Eyddu nokkrum mínútum í að skrúbba andlitið með mildum skrúbbi áður en þú ferð að sofa. Þetta er nóg að gera einu sinni í viku.

4. Ekki gleyma rakakreminu. Að skella á sig rakakremi fyrir nóttina er það besta sem þú gerir húðinni. Hún verður frísklegri morguninn eftir fyrir vikið.

5. Nældu þér í eitthvað hollt að narta í áður en þú ferð að sofa.  Til þess að húðin nái nú að jafna sig sem best fyrir næsta dag er best að geta sofið án truflana. Sem dæmi, gætir þú vaknað af því hungur læðist að þér eða þú þarft að pissa. Svo pissa fyrir svefninn og hafa nartið í hollari kanntinum.

6. Sofðu á satín eða silki koddaveri. Silkið er afar gott fyrir þær konur sem sofa á hliðinni. Silkið kemur í veg fyrir að hárið á þér flækist og einnig færðu ekki þessar hvimleiðu svefnhrukkur á andlitið.

7. Skiptu oft um koddaver. Gott er að skipta um koddaver einu sinni til tvisvar í viku til að koma í veg fyrir að bakteríur fari að myndast í koddaverinu þínu. Á þeim dögum sem þú skiptir ekki um koddaver skaltu snúa koddanum þínum við.

8. Sofðu á bakinu. Þegar þú sefur á hliðinni þá eru meiri líkur á að hrukkur myndist, sérstaklega ef þú átt uppáhalds hlið til að sofa á. Reyndu eftir bestu getu að sofa á bakinu.

9. Koddar í fleirtölu. Ef þú ert eins og ég þá vakna ég oft með þrútin augu. Að hafa hærra undir höfði og hálsi getur komið í veg fyrir þetta.

10. Áttu rakatæki? Ef svo er þá er mælt með því að hafa það í svefnherberginu og í gangi meðan þú sefur. Þetta gefur húðinni extra raka og hún verður síður þurr og fölleit.

Svo segja þær skvísur hjá organicauthority.com