10 punktar um leiðir sem geta hjálpað til við að komast yfir sjálfsóöryggið sem getur fylgt því að byrja í ræktinni
1. Það er pottþétt enginn að horfa á þig
Okkur líður öllum einhvern tíman óþægilega eða erum óörugg í heilsuræktarsalnum, jafnvel fólk sem er í dúndur góðu formi. Málið er samt að það eru í raun allir að hugsa svo mikið um sjálfa/n sig að það er nánast enginn að pæla í þér - í alvöru. Svo pældu bara í því sem þú ert að gera en ekki hvort Herra Hlýrabolur hinum megin í salnum sé að horfa á hversu mörgum kílóum þú ert að lyfta. Ekki forðast ákveðnar æfingar af því að þú heldur að aðrir séu að horfa á þig. Setjum þetta í annað samhengi; hugsaðu um það hvenær þú gláptir síðast á einhvern annan á meðan þú lyftir lóðunum í þinni eigin æfingu. Hugsaðir þú eitthvað slæmt um það hvernig önnur manneskja væri að reyna sitt besta í að hugsa um eigin líkama og taka á því? Nei? Ég held að enginn annar geri það heldur. Satt að segja þá eru lang flestir komnir þangað til þess að taka vel á því og fara svo.
2. Klæddu þig í hlutverkið
Þegar þú prufar eitthvað nýtt, klæddu þig í eitthvað sem lætur þér líða vel og öruggri/öruggum. Þá minnkar sjálfs-óöryggið þitt til mikilla muna.
3. Undirbúðu þig
Að hafa tilbúið æfingaplan þegar þú gengur inn í ræktina eykur sjálfsöryggið. Það kemur í veg fyrir að þú vitir ekki hvað þú eigir að gera og þú veist nákvæmlega hvaða æfingu þú átt að gera fyrst og þannig koll af kolli. Þú endar þá ekki á því að labba fram og til baka í salnum, horfa endalaust í kringum þig og ,,dinglast’’ eitthvað.
Settu góða tónlist í eyrun, farðu eftir æfingaplaninu og þá nærðu að ,,sóna út’’ það sem gerist í kringum þig og einbeita þér að þínum æfingum. Ég meina, þú ferð ekki í matvöruverslunina án innkaupalistans, hvað þá í ræktina án æfingaplansins!
4. Finndu út háannatímann
Lærðu hvenær ræktarsalurinn er fjölmennastur (oftast virkir dagar á milli kl. 17 og 19) og ef þér
finnst þú mjög óörugg/ur[1] í að prufa ákveðnar æfingar eða tæki, farðu þá á rólegri tíma og nýttu
hann í að kanna tækin og æfa þig í því sem þú ert óöruggust/astur með. Það er líka hægt að fá
leiðbeiningar frá starfsmanni í stöðinni sem getur verið nauðsynlegt til að forðast það að
framkvæma æfinguna á rangan hátt.
5. Finndu þér æfingafélaga
Fátt gefur þér meira öryggi en að hafa ræktarfélaga með þér. Dragðu vinkonu þína, vin eða maka
með í ræktina. Vertu bara viss um að félaginn sé með sama markmið og þú í huga: að taka vel á því!
6. Lærðu á umhverfið
Þegar þú byrjar í nýrri heilsuræktarstöð eða ætlar loksins að prófa tækið sem þú hefur aldrei þorað
að prófa þá er mjög sniðugt að byrja á því að skoða þig um og kanna aðstæður. Gott er að byrja á að
fara á hlaupabretti eða skíðavél í 10 mínútur, horfa í kring um sig og kanna aðstæður. Líta aðeins
yfir salinn og sjá hvar hvert tæki er staðsett áður en þú æðir af stað í æfingarnar sjálfar.
7. Byrjaðu rólega
Að mæta er nógu stórt og mikið skref svo þú skalt ekki líka hafa áhyggjur af því að fara að fylgja
flóknum æfinga áætlunum, lyfta rosalegum þyngdum eða gjörsamlega negla hverja æfingu. Það
síðastnefnda getur hreinlega verið mjög óæskilegt. Þegar þú byrjar að lyfta, notaðu léttari þyngdir í
fyrstu settunum eða byrjaðu jafnvel á því að fara í hóptíma þar til þú ert orðin öruggari í
tækninni - eftir það geturðu aukið þyngdirnar og erfiðleikastigið .
8. Lærðu af mistökum
Enginn byrjar sem fagmaður. Þú ert rétt að byrja svo mundu að þú munt og MÁTT gera mistök.
Þannig er með margt sem við gerum, en aðal atriðið er að huga að þessum mistökum og læra af
þeim.
9. Spurðu réttu aðilana
Talaðu við hóptímaþjálfarann 10 mínútum fyrir tímann, ekki um leið og tíminn byrjar eða svo allir
heyri því þannig dregurðu athyglina að þér sem gæti ýtt undir óöryggið. Mættu frekar aðeins fyrr,
spjallaðu við þjálfarann og láttu vita að þú sért þar í fyrsta sinn svo hann/hún geti gefið þér meiri
athygli og farið betur yfir tækni æfinganna o.fl. Ef þú ert á æfingu í salnum og vantar svar við
spurningum eða hjálp við ákveðnar æfingar biddu þá starfsfólkið í afgreiðslunni um að benda þér á
vingjarnlegan þjálfara í salnum sem gæti mögulega hjálpað. Þeir eru flestir mjög viljugir til þess. Þú
getur líka pikkað í einhvern vanan iðkanda ef þú þarft hjálp eða svar við einhverju. Flestir yrðu
glaðir með að geta hjálpað. Þú skalt kannski forðast að pikka í þá sem eru með heyrnatól í eyrunum
í miðri æfingu, það er frekar augljóst merki um að sá aðili sé “in the zone” og kannski ekki alveg til
í spjall.
10. Bakið beint, hakan upp
Áður en þú leggur af stað í heilsuræktarstöðina skaltu segja þrjá jákvæða hluti um sjálfa/n þig
upphátt. Gakktu svo inn í æfingasalinn með bakið beint, hökuna upp og brosið í lagi. Þá lítur þú út
fyrir að hafa sjálfstraustið í lagi – og það eykur þitt sjálfstraust í kjöfarið, ég lofa, prufaðu bara.
PS ef þú getur tekið fullkomna og gallalausa “selfie” eftir ræktartímann þá tókstu ekki nógu vel á því. Þú ert að mæta í ræktina til þess að svitna og taka á því. Ef maskarinn þinn er ennþá “on-point” eftir æfinguna (stelpur) þá svitnaðirðu ekki nóg!!!
5 ómissandi hlutir í ræktina:
Gott æfingaplan.
Góð tónlist.
Góð teygja í hárið.
Góður brúsi með svalandi vatni – því svalandi vatn hvetur þig frekar til að drekka en volgt eða ískalt vatn.
Góðir skór.
Ósk Matthildur ÍAK Einkaþjálfari
Snapchat: oskmatthildur
Hafa samband: Ósk Matthildur ÍAK Einkajþjálfari (Facebook) og oskfitness@hotmail.com