12 staðreyndir um Avókadó sem koma á óvart
Þú heldur eflaust að þú vitir flest allt um avókadó, rétt?
Þú stappar það niður og notar ofan á ristað brauð á morgnana og hefur ekki hugmynd um að avókadóið þitt á sér mörg leyndarmál.
Hér eru 12 sem þú vissir sennilega ekki.
1. Avókadó inniheldur meiri fitu en nokkur annar ávöxtur eða grænmeti (en þetta er góð fita). 75% af þessari fitu er mettuð fita sem er góða tegundin af fitu. Og af því að avókadó er planta þá er fitan sem það inniheldur kallað olía en ekki hörð fita og er kólestról og sodium laus. Ekki slæmt!
2. Í trjánum sem avókadó vex á eru ensími sem koma í veg fyrir að ávöxturinn ofþroskist á greininni. Gerir þetta það að verkum að avókadó bændur geta notað trén sem geymslu fyrir avókadó alveg upp í 7 mánuði eftir að ávöxturinn er full þroskaður. Frekar magnað.
3. Avókadó er upprunin í Mexíkó og mið- Ameríku. Mexíkó framleiðir um 45% af þeim avókadó sem selt er í heiminum. Aðrir meiriháttar útflytjendur eru lönd eins og Chile, Indonesía, Bandaríkin, Dominican Repubic, Kólumbía, Brasilía og Perú.
4. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar reyndi Mexíkó að byrja að flytja út avókadó til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn lokuðu á þennan innflutining. En Mexikó lokaði þá á innflutning Bandaríkjanna á korni svo bandaríkjamenn sáu sig tilneydda til að leyfa innflutining á avókadó og geta svo sannarlega ekki séð eftir því.
5. Það er dýrt að rækta avókadó. Til að fá þau til að vaxa og þroskast vel þá þarf að vökva þau ansi mikið, þá sérstaklega á sumrin þegar þurrkar eru miklir.
6. Avókadó hafa verið ræktuð í Perú í yfir 3000 ár skv sönnunargögnum sem fundust við fornleifagröft í landinu.
7. Þrátt fyrir þessa löngu sögu avókadó þá má hvergi finna eitt orð skrifað um þennan ávöxt eða þar til í Englandi árið 1696. En þá mátti finna það í bók um plöntur á Jamaíka.
8. Avókadó tré eru ekkert að flýta sér að stækka. Það tekur þau frá fjórum til sex árum að verða nógu stór og þroskuð til að byrja að bera ávöxt.
9. Liturinn og bragðið getur verið ruglingslegt, en avókadó er í raun climacteric ávöxtur eins og bananinn. Það byrjar ekki að þroskast fyrr en tekið er af trénu.
10. Flest afbrigði af avókadó geta ekki vaxið þar sem mikill vindur er. Það er ekki útaf því að þau fjúka af trjánum, heldur er það vegna þess að vindhviður hamla að raki nái til trésins til að blómin haldi raka.
11. Ef þig langar í avókadó tré heim í stofu þá þarftu ekkert endilega að láta það bera ávöxt. Ávöxturinn fer ekki að vaxa nema plantan sé í miklu sólarljósi og fleira sem þarf til. Þannig að settu hana bara inn í stofu og njóttu þess að eiga fallega plöntu.
12. Avókadó er hættulegt fyrir gæludýr. Innihaldið er gott fyrir dýrin en alls ekki húðin eða steinninn. Ef gæludýrið þitt nær í avókadó og borðar húðina og steininn þá er dýrið í hættu og best að fara með það til dýralæknis. Dýr hafa dáið við að stelast í avókadó og borða, þá erum við að tala um hunda og ketti.
Heimild: techly.com.au