12 tegundir MATVÆLA sem fara FRÁBÆRLEGA með HÁRIÐ
Hárvörur geta verið rándýrar, erfitt er að finna réttu tegundina á tíðum og stundum veinar veskið hreinlega.
Olía eftir hárkúr eftir sjampó eftir hárnæringu; allt getur þetta kostað skildinginn sinn og þrátt fyrir að ægilega gaman geti verið að eiga fallega hárlínu – er ekkert sem segir að matvælin í eldhúsinu geti ekki gert sama gagn.
Hér fara tólf – nokkuð óvæntar – en skemmtilegar lausnir sem allar má finna í flestum eldhúsum og kosta ívið minna en rándýrar hárvörur sem sumar hverjar, … virka svo ekki þegar upp er staðið.
Avókadó – Eykur gljáa
Áttu ofþroskað avókadó í ávaxtaskál? Ekki henda því! Merðu fremur aldinkjötið með gaffli og berðu í þurrt hárið – frá miðju og út í enda. Láttu liggja í hárinu í ca. 20 mínútur, þvoðu hárið með góðu sjampói og notaðu næringu á eftir. Þegar ferlinu er lokið, á hárið að gljáa meir en venjulega.
Kókosolía – Græðir slitna enda
Þú þarft ekki á rándýrri hárolíu að halda. Notaðu frekar nokkra dropa af kókosolíu, nuddaðu í báða lófa og berðu í hárendana. Kókosolían getur unnið kraftaverk á slitnum hárendum.
Eplaedik – Djúphreinsar og fjarlægir eiturefni
Er hárið líflaust og þreytt af langvarandi notkun hárvara? Þá ættirðu að bera eplaedik í hárið einu sinni í mánuði. Eplaedikið eykur á gljáa og lyftir hárinu. Hreinsaðu þó eplaedik-löginn vel úr hárinu, því hann er lyktsterkur …
Smelltu HÉR til að lesa þessa áhugaverðu grein til enda.
Fengið af vef sykur.is