Fara í efni

13 flottar hugmyndir fyrir skipulagið í eldhúsinu

Eldhúsið er staður þar sem við undirbúum alla eldamennskuna. En til þess þarf fullt af tækjum og tólum sem við þurfum að koma fyrir í eldhúsinu og sum eldhúsinu eru ekki svo griðalega stór og þá krefst útsjónasemi og skipulagshæfileika að koma öllu fyrir á smekklegan og auðveldan hátt.
Það er vor í lofti.
Það er vor í lofti.

 

Eldhúsið er staður þar sem við undirbúum alla eldamennskuna. 

En til þess þarf fullt af tækjum og tólum sem við þurfum að koma fyrir í eldhúsinu og sum eldhúsinu eru ekki svo griðalega stór og þá krefst útsjónasemi og skipulagshæfileika að koma öllu fyrir á smekklegan og auðveldan hátt. 

 

 

 Almenn skynsemi segir okkur að hafa það sem við notum mest næst okkur og fljótlegt að grípa í og hvað þá finna það í skúffum.   En stundum er það bara þannig að við endum upp með 2 „drasl skúffur“ allt í óreiðu í skápum og hlutirnir einfaldlega týnast þarna inn á milli.  Þá er tækifæri núna til að gera vorverkin í eldhúsinu.  Taktu til í öllum skúffum og skápum.  Endurraðaðu eftir þínu höfði og nú er tækifæri líka til að losa sig við útrunnin pakkamat og dósir!    

Hér eru nokkrar góðar hugmyndir sem geta nýst þér vel í tiltektinni og gert eldhúsið að betri „vinnustað“ fyrir fjölskylduna. 

Þessi skápur er himneskur, allt á einum stað. 

 

Lítið en vel skipulagt vinnusvæði og allt við höndina. 

 

 Ætla ekki að skrifa „kontrólfrík“  bara vel skipulagt! 

 

Skipulagt óskipulag, sniðugt að taka 2 skúffur undir þetta. 

 

Þetta er sniðug lausn, allir pottar á sínum stað. 

 

Hér má sjá frábæra lausn á pottamálum heimilisins.  

 

Get bara sagt „VÁ“ væri sjálf til í að fá svona skúffur á mitt heimili. 

 

Gott skipulag hér á ferð í nýrri innréttingu og hugsað fyrir öllu. 

 

Frábært skipulag hér á ferð, efast um að sé hægt að fá þessa innréttingu hér á landi öðru vísi en sérsmíðaða! 

 

 Hér er draumur á ferð, allt grænmeti og ávextir sem mega geymast í kæli með sér skáp. 

 

Þetta snýst allt um gott skipulag, til að gera eldhúsverkin skemmtilegri.

 

Lítið eldhús, vel skipulagt.

 

Stílhreint og fallegt, líka inn í skápnum sjálfum.  

 

Þó svo að við eigum ekki „hið fullkomna“ eldhús, þá gefa þessar myndir okkur hugmyndir hvernig má skipuleggja og gera eldhúsið okkar skemmtilegri stað til að vinna í.  Ef þú ert með opnar hillur þá er smart að setja upp miða eins og við sýndum hér.

Tengt efni: