13 frábærar leiðir til að nota Vaselín
Mér finnst eins og Vaselínið hafi verið til í 100 ár eða alla mína lífstíð og hún er nú ansi löng þegar árin eru talinn! Vaselínið virðist virka á allt og þá meina ég allt.
En hér eru nokkur góð ráð til að nota það á óhefðbundin hátt og kannski lumið þið á fleiri ráðum til að nota það og gætuð deilt því með okkur hér á Heilsutorgi í athugasemdum hér fyrir neðan.
1. Að undirbúa húðina fyrir ilmvatn
Góður raki í húð heldur ilmvatnslykt lengur. Nuddaðu smá Vaselíni á húðina þar sem þú setur uppáhalds ilmvatnið þitt og lyktin endist lengur hjá þér.
2. Fallegt hár og augabrúnir
Það getur verið óþolandi þegar litlu hárin standa uppúr kollinum og eru „frizzy“ það er nánast ómögulegt að ná þeim niður með nokkru móti. Þú getur líka sett á slitna hárenda til að loka þeim. Settu smá Vaselín á milla handanna og dempaðu létt yfir hárin. En passaðu magnið, þú vilt ekki enda eins og Cameron Diaz í myndinni „Something About Mary“ Eins með augnbrúnir, hárin vilja fara í allar áttir, smá Vaselín heldur þeim á sínum stað.
3. Sem „highlighter“ á kinnbeinin
Skiptu út kinnalitnum fyrir Vaselínið til að fá þetta náttúrulega „glow“ Eins getur þú rennt aðeins yfir fæturna líka til að fá fallegan gljáa. ( Á nú kannski ekki við núna, enda ekkert veður til að vera striplast berleggjuð úti fyrir)
4. Fjarlægja farða úr fatnaði
Taktu rakt þvottastykki og settu smá Vaselín í það og notaðu það á fatnað sem farði hefur farið í og eins með kodda, teppi eða sængurfatnaði.
5. Fullkomin naglalökkun
Berðu Vaselín rétt við naglaböndin áður en þú málar neglurnar, sleppur við óþarfa lakk á skinnið + minna að þrifa með eyrnapinna.
6. Mýkir þurra húð
Ertu með sprungið skinn á hælum eða olnboga? Berðu á svæðið áður en þú ferð að sofa og klæddu þig í sokka. En þú verður að fórna einu pari í olnbogana. Vaknar eins og ný næsta morgun.
7. Gerðu þínar eigin snyrtivörur
Áttu augnskugga eða kinnalit sem hefur brotnað eða molnað? Blandaðu því saman við Vaselínið og þú ert komin með nýjar snyrtivörur. Eins getur þú sett þetta á varirnar ef litirnir henta þér.
8. Glær maskari
Ef þú ert meira fyrir svona náttúrulegt útlit þegar kemur að farða, þá er snilld að nota Vaselínið sem maskara. Gefur þér gljáa og augnhárin virkar þétt og falleg. Þess má líka geta að kremið virkar sem fín næring fyrir augnhárin.
9. Pússaðu skónna þína
Já þú ert að lesa rétt, Vaselín er mjög gott til að fríska upp á leðurskónna þína eða bara handtöskuna.
10. Berðu á þig fyrir brúnkukremið
Gott er að bera Vaselín á þurrkubletti á líkamanum áður er en þú setur á þig brúnkukrem. Áferðin verður jafnari og ber minna á þessum blettum. Munið bara að þessi krem eru hollari en ljósabekkirnir.
11. Augnfarðahreinsir
Augnfarðahreinsir getur verið dýr í innkaupum. Vaselín er mjög gott til að hreinsa í burtu maskara, augnskugga, eyeliner og jafnvel lím eftir gerviaugnhárin.
12. Eru eyrnalokkarnir erfiðir?
Það getur verið stundum erfitt að koma eyrnalokkum í gatið á eyrnasneplinum. Berðu smá Vaselíni á þá og eyrnalokkarnar renna í gegn.
13. DIY - Búðu til þitt eigið skrúbb
Ert þú með þurrar varir í þessum kulda? Blandaðu saman Vaselíni og sykri og þú ert komin með gott skrúbb á varirnar og mjög góðan rakagjafa fyrir blessaðan veturinn. Eins er sjávarsaltið og Vaselínið mjög gott saman til að nota sem líkamsskrúbb.
Hvernig notar þú Vaselín? Deildu því með okkur hérna í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.
#heilsutorg #fegurð