13 góð ráð til að auðvelda þér lífið
Við erum alltaf að leita að sniðugum ráðum til að auðvelda okkur lífið heimafyrir með dótið okkar og fatnað.
Kanntu að nýta flottu gallabuxurnar við háu stígvélin þín ?
Hér fyrir neðan má finna ansi mörg frábær fáð til að nýta plássið á heimilinu betur.
Tékkum á nokkrum góðum ráðum:
Brjóstahaldari
Uppáhalds brjóstahaldarinn er ekki alveg ónýtur þó svo að vírinn sé kominn í gegn, taktu næsta dömubindi og klipptu niður eins og sést á myndinni og þér er borgið.
Hárið
Skiptu út handklæðinu fyrir bómullarbol næst þegar þú þurrkar hárið þetta ráð kemur frekar í veg fyrir hárið verði „frizzy“
Gallabuxur
Passa uppáhalds gallabuxurnar ekki í stígvélin? Taktu þetta skref fyrir skref og þú verður örugglega spurð hvort að þú sért í nýjum gallabuxum.
Skyrtan
Hmm... ég hef nú flaskað verulega á þessu, eins gott að vanda sig og bretta rétt upp ermarnar.
Hárgræjurnar
Þessar græjur flækjast nú fyrir á flestum heimilum og er þetta afar sniðug lausn. En það borgar sig að passa upp á að græjurnar sé ekki heitar þegar maður stingur þeim í plastið!
Hárspennur
Hver kannast ekki við að vera leita að spennum þegar þarf á að halda? Ég ætla klárlega að ganga í þetta verkefni.
Sjálfsvörn
Ef þú hefur áhyggjur af velferð þinni þegar þú skreppur útá lífið, fáðu þér þá svona hring og þú getur varið þig á augabragði.
Raksturinn
Þetta er snilld, rakaðu á þér fæturna eins og venjulega. Notaðu svo Kaffiskrúbbinn og nuddaðu leggina vel. Rakaðu svo skrúbbið af og þú verður hissa hvað leggirnir verða mjúkir og fallegir eftir á.
Geymslur
Vírkörfur sem eiga hanga inn í skáp geta verið ansi töff beint á veggi. Gefur forstofunni skemmtilegan svip.
Fótabað
Þetta hef ég ekki séð áður! Þetta er vert að prufa og þá kannski sérstaklega þetta síðara.
Strauja
Við gleymum ekki sléttujárninu á ferðalögum, en ég hef notað þetta trix líka hérna heima.
Snyrtivörur
Ert þú ein af þeim sem „hendir“ töskunni oft frá þér og situr svo uppi með púðrið og augnskuggana brotna í töskunni? Þá verður bómull staðalbúnaður hjá þér í snyrtibuddunni hér eftir.
Skórnir
Vaselín virkar á allt. Þá meina ég allt. Á skóna þína líka.
Mundu eftir okkur á Facebook