Fara í efni

17 hlutir sem þú virkilega þarft að hætta að gera til að líf þitt verði æðislegt

Besta leiðin til að vera vansæl/l er að forðast breytingar. Ef þig langar að sjá framför í lífinu þá þarftu að gera breytingar í þínu lífi.
17 hlutir sem þú virkilega þarft að hætta að gera til að líf þitt verði æðislegt

Besta leiðin til að vera vansæl/l er að forðast breytingar. Ef þig langar að sjá framför í lífinu þá þarftu að gera breytingar í þínu lífi.

Ertu tilnbúin/n að sækjast eftir hamingjunni núna árið 2018 ? Ef svo er skaltu spá í þessum 17 atriðum.
 
1. Ertu að bera þig saman við aðra?

Það segir sig sjálft að það mun einhver alltaf vera betri en þú og það er bara allt í lagi. Eina manneskjan sem þú þarft að keppa við ert þú sjálf/ur. Ef þú ert betri núna en þú varst í gær þá ertu á réttri leið.

2. Að hanga og bíða eftir réttu stundinni

Hættu að bíða! Gerðu þetta að þinni réttu stund. Skráðu þig á stefnumótasíðu, skelltu þér á tungumálanámskeið, hlauptu maraþon eða hættu einhverjum að þínum slæmu ávönum. Sko, tímasetningin mun aldrei verða fullkomin þannig að taktu stökkið og stígðu skref áfram en ekki aftur á bak.

3. Ertu að eyða tíma með fólki sem hefur sært þig?

Ekki eyða þínum tíma í fólk sem lætur þér líða illa. Þú átt að fylla þitt líf af góðum vinum sem lyfta þér upp og sýna það besta sem þú hefur að gefa. Eitruð sambönd eru tímasóun.

4. Að dæma aðra

Ok, þú sérð einhverja eða einhvern sem lítur öðruvísi út en hinir eða segir eitthvað sem þú ert alls ekki sammála. Þú þekkir þetta fólk ekkert né veistu hvað þau hafa gengið í gegn um. Af hverju dæma? Heimurinn er troðfullur af fólki sem hata og þar af leiðandi líður illa. Það sem við þurfum á að halda er heimur sem er fullur af fólki sem elskar og er tilbúið að elska og hugsa um aðra.

5. Að hlaupa í burtu frá vandamálunum

Því sem þú mætir í lífinu er ekkert að fara nema þú standir upp og horfist í augu við það. Það er erfitt og getur ýtt þér út á ystu nöf, en takist þú á við það þá ertu sterkari en þú varst áður.

6. Setur þú þínar langanir á hilluna ?

Þú getur ekki endalaust gefið og gefið. Á endanum brotnar þú. Þó þú sért að hugsa um fjölskylduna þína og vinna fulla vinnu þá ekki gleyma þér, hugsaðu um sjálfa/n þig. Farðu í dekur, nudd og handsnyrtingu og láttu dekra við tærnar á þér.

7. Að reyna að vera einhver sem þú ert ekki

Judy Garland sagði það best „ Always be the first-rate version of yourself and not a second –rate version of someone else“ . Fólk elskar þig eins og þú ert, mundu það.

8. Hræðistu mistök?

Það hefur enginn komist í gegnum lífið án þess að gera mistök. Þau gerast og það er ekkert hægt að koma í veg fyrir þau. Þannig að hættu að lamast yfir þessar tilfinningu. Mistök eru eðlileg og mannleg.

9. Að reyna að kaupa hamingjuna

Þegar fólk talar um það sem hefur gert það mest hamingjusamt í lífinu þá nefnir það alltaf tvennt: makann og börnin. Fólk nefnir ekki bílinn eða endalausa dauða hluti sem það hefur eignast. Við metum samböndin okkar. Peningar geta keypt hamingjuskot sem deyr á augabragði, þeir geta ekki keypt innilega hamingju og gleði.

10. Ertu búin að missa af einhverju?

Það er svo auðvelt að gleyma sér yfir símanum, en stundum þarftu að slökkva á honum, loka Facebook og vera með í því augnabliki sem er að gerast í kringum þig.

11. Er ráðskast með þig?

Stattu fyrir þínu. Ef einhver er að koma illa fram við þig þá skaltu ekki taka því þegjandi, láttu heyra í þér. Það eiga allir skilið ást og virðingu og það er alveg í lagi að óska eftir því. Lærðu að segja nei og stattu við þínar ákvarðanir.

12. Að vera of upptekin

Ekki láta lífið snúast um listann sem þú ert vön að gera. Í dag er hægt að gera svo ótal margt skemmtilegt og svo er líka alveg í lagi að taka sér einn og einn dag í frí frá listanum.

13. Að kenna öðrum um þín vandamál

Þegar þú lætur það gerast að það sem aðrir gera fer að stjórna þínu lífi þá ertu búin að gefa frá þér þitt vald. Ekki vera undirgefin/n, stattu á þínu.

14. Að treysta á aðra að gera þig hamingjusama/nn

Það er bara ein manneskja í heiminum sem ræður því hvort þú ert hamingjusöm/samur og það ert þú sálf/ur. Að treysta því að aðrir geri þig hamingjusama/nn er áhættusamt og á bara ekki að gerast.

15. Efastu um sjálfa/n þig ?

Þú veist að þú GETUR FLEST ALLT. Ekki láta einhvern segja þér annað. Það skiptir ekki máli hversu erfið eða ótrúleg áskorunin er, þú klára hana með stæl. Trúðu ávallt á sjálfa/n þig og þá kosti sem þú hefur að geyma og þú átt eftir að ná langt.

16. Að vera alltaf að úti að borða

Ef þig langar að hlaða utan á þig kílóum þá skaltu gera það. Að vera alltaf úti að borða er ekkert ódýrt og það er heldur ekkert hollt. Sparaðu peningana þína og kaloríurnar og eldaðu heima.

17. Að vera andvaralaus varðandi þitt líf

Ekki sætta þig við eitthvað sem þú ert óánæg/ur með! Ef þú ert ekki ánægð/ur í þínu starfi þá skaltu finna þér annað. Ef hjónabandið er ekki gott farið í ráðgjöf. Þú hefur kraftinn til að breyta öllu því sem þú ert óánægð/ur með og mundu það.