Fara í efni

24 stunda sund - Styrktarsund fyrir gott málefni

Jæja gott fólk. Þá hefst alvaran. Ég mun hefja sundið á morgun klukkan 11:00 og er öllum boðið að mæta í gegnum sólarhringinn, kíkja á bakkann, skella sér í laugina og taka þátt í viðburðinum. Ég hvet ykkur öll til að styrkja málefnið með því að hringja í 908-1515 eða leggja inn það sem ykkur hentar á styrktarreikning Líf.
Sundkappinn hann Gummi
Sundkappinn hann Gummi

Jæja gott fólk. Þá hefst alvaran. Ég mun hefja sundið á morgun klukkan 11:00 og er öllum boðið að mæta í gegnum sólarhringinn, kíkja á bakkann, skella sér í laugina og taka þátt í viðburðinum. Ég hvet ykkur öll til að styrkja málefnið með því að hringja í 908-1515 eða leggja inn það sem ykkur hentar á styrktarreikning Líf.

Nú þegar ekki eru nema 23 tímar í sundið þá langar mig til þess að koma fram þökkum til þeirra sem hafa hjálpað mér í gegnum allt æfingaferlið.

Fyrst ber náttúrulega að nefna konuna mína Karen Ýr sem hefur staðið í gegnum allt með mér. Allt frá slysinu og í gegnum þetta æfingaferli þá hefur hún alltaf stutt mig þó svo að ég sé mikið í burtu að synda og er hún styttan sem heldur fjölskyldunni gangandi.

Ég gæti ekki gert þetta án þess að hafa sterka aðila í kringum mig. Líf styrktarfélag hefur verið frábær í undirbúningi að stóra deginum og eru að vinna frábært starf. Mig langar til þess að þakka þeim sérstaklega fyrir alla hjálpina í því að undirbúa þennan dag og allt sem þau gera fyrir fjölskyldur landsins sem þurfa að sækja á spítalann. Þið eruð frábær!!

Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur hefur aðstoðað mig gríðarlega með alla næringu í gegnum æfingaferlið og búin að setja upp skothelt plan fyrir mig á stóra daginn. Takk kærlega fyrir allt.

Heilsutorg.is hefur einnig komið mjög sterkt inn og hjálpað mér í því að dreifa umfjöllun og að sækja styrktaraðila fyrir sundið langa. Hjá þeim er hægt að sækja gífurlegt magn af upplýsingum um almenna heilsu og hvet ég ykkur öll um að skoða síðuna þeirra reglulega. Fullt af frábærum fróðleik.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson kom einna fyrst inn sem styrktaraðili og hefur verið mér innan handar með kolvetnisdrykki sem ég notast við í sundinu. Gatorade mun hjálpa mér að klára þetta stóra verkefni.

Hreysti hafa einnig komið inn í undirbúininginn og hafa útvegað mér næringu og drykkjarföng til móts við Gatorade. Það skiptir mig miklu máli að hafa fjölbreytta og góða næringu í gegnum sundið og með hjálp Fríðu og Tómasar þá hefur það tekist.

Aqua Sport sundverslun hefur svo útvegað mér frábæran sundfatnað frá TYR ásamt sundgleraugum. Þau eru einmitt umboðsaðili Finis á Íslandi og væri möguleiki á að flytja inn mp3 græjurnar sem ég mun notast við í sundinu í gegnum þau.

Síðast en ekki síðst langar mig að þakka YKKUR öllum sem eruð að fylgjast með því sem er að gerast á þessari síðu minni á Facebook og styðjið við bakið á mér. Þið eruð mér öll mjög mikilvæg og vona ég svo innilega að stuðningur ykkar skili sér í góðri bætingu á foreldraaðstöðunni á Sængurkvennagangi og Barnaspítalanum.

Málstaðurinn er góður, Það fæðast börn í þennan heim okkar á hverjum degi og hér á Íslandi erum við ein stór fjölskylda. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fjölskylda sem kemur með barn í þennan heim hafi það sem allra best þegar það er nauðsynlegt að hvílast í einhvern tíma á spítalanum. Allur peningur sem kemur inn í gegnum þetta sund mun gera nákvæmlega það, bæta þessa aðstöðu.

Börnin eru okkar dýrmætasta eign og við erum dýrmætasta eignin þeirra.

Hvetjum nú alla í kringum okkur að taka þátt í þessu verkefni og leggja til nokkrar krónur í gott málefni.

Takk enn og aftur fyrir allan stuðninginn. Sjáumst hress í lauginni.

Kveðja,

Gummi Haff