4 góð ráð til að verða ekki veik/ur
Burt með kvef og flensur og það langt út í hafsauga.
Hefur þú spáð í því af hverju þú dettur í flensuna á meðan aðrar konur eða menn sem þú þekkir sigla flensu-frí í gegnum þennan árstíma? Enginn hósti eða nefrennsli og allt það sem fylgir kvefi og flensu.
Besta ráð sem læknar gátu gefið var : Farðu í flensu sprautu!
En það má líka prufa þessi ráð hér til að efla vörn þína gegn vírusum.
Gerðu ferska loftið að þínum besta vin
Það er notalegt að vera bara inni í hlýjunni og fróðir menn segja að það sé líka auðveldara fyrir ónæmiskerfið að halda sig innan dyra en það er bara ekki rétt. Ef þú ert mikið innan dyra ertu í stöðugu návígi við annað fólk sem að kannski ber með sér bakteríur og kvefvírusa. Skelltu þér í göngutúra og andaðu að þér ferska loftinu. Það er jú nóg af því hér á Íslandi.
Afslöppun berst við kvefbakteríur
Það eru grilljón ástæður fyrir því að afslöppun er ekki val. En ég skal segja þér að þú ættir að merkja inn á dagatalið þitt tíma á hverjum degi sem þú tekur til að slappa af. Stress eykur hættu á því að smitast af kvefi og flensu og ef ekki er tekið því rólega ef/þegar þú veikist ertu ennþá lengur að hrista af þér pestina.
Muna handþvottinn
Kvef og flensur smitast allt of auðveldlega bara með smá snertingu. Ekki vera með hendur í augum, nefi eða munni. Og mundu að þvo hendur reglulega og ekki nota „anti-bacterial“ sápu. Notaðu fljótandi sápu en ekki þessa gömlu góðu því þær gætu verið grasserandi í bakteríum. Já ótrúlegt en satt.
Og aðal málið
Það er svefninn. Sérfræðingar segja að allt undir 7 tíma svefni geri þig enn móttækilegri fyrir kvefi og flensu. Reyndu að ná ró um leið og þú leggst uppí. Ekki vera með tölvuna, sjónvarpið eða símann nálægt þér. Liggðu á bakinu og taktu jóga-slökun. Andaðu inn um nefið og út um munnin nokkrum sinnum og þú nærð afar góðri slökun sem ætti síðan að enda í svefni.
Heimild: health.com