4 heilbrigðar leiðir að þyngdartapi
Ef þú vilt vita leyndarmálið til að léttast náttúrulega og viðhalda þyngdartapinu, þá er þetta grein fyrir þig.
Ég er mjög oft spurð hvort ég fylgi ketó eða vegan mataræði, en ég vil alls ekki bendla mig við neina sérstaka kúra eða svona titla. Ég styðst ekki við boð og bönn, heldur borða ég mat sem mér þykir bragðast betur en fyrra sukk og sem nærir líkamann vel.
Ég styðst hinsvegar við nokkra hluti sem koma í veg fyrir árstíðartengda þyngdaraukningu og hjálpa mér að viðhalda sátt í eigin skinni.
Þessar leiðir eru einfaldar og finnst mér það sjálfsagt mál að fylgja þeim, enda hef ég þróað þær útfrá því sem hentar mér sjálfri. Mér datt því í hug að deila þeim með þér í dag í von um það að þú tileinkir þér heilbrigt viðhorf gagnvart mataræði.
4 heilbrigðar leiðir að þyngdartapi
1) Borðaðu þegar þú finnur fyrir hungri og hættu þegar þú hefur fengið nóg.
Kennari sem kenndi mér næringarfræði sagði alltaf að hungur væri nákvæmur mælikvarði á þarfir líkamans.
Þetta er algjörlega satt. Suma daga er maður mjög svangur og aðra finnur maður ekki jafn mikið fyrir hungri. Það er nauðsynlegt að hlusta eftir þessum þörfum.
Ég reyni því eftir fremsta að nota núvitund þegar ég borða og stoppa þegar ég er södd en ekki að springa. Auðvitað koma skipti sem ég treð aðeins of mikið í mig (kemur fyrir okkur öll!) en ég reyni að huga vel að þessu enda finn ég muninn sem það hefur á svefn, orku og meltingu til hins betra.
2) Veldu máltíðir, ekki nart.
Það gæti komið þér á óvart en flesta daga narta ég ekki og borða engin millimál. Fyrir nokkru síðan stóð ég sjálfa mig að því að vera stanslaust að narta heimavið, sérstaklega ef það var einhverskonar álagstímabil og mikið að gera. Síðan ég hætti þessu finnst mér ég ná betur að hlusta á líkamann og finna hvort ég sé í alvöru svöng. Þegar ég ferðast fæ ég mér auðvitað eitthvað eins og próteinstykki, hnetur eða kakónibbur en þá eru rútínan og matmálstímar oft breytilegri.
Það þarf alls ekki að vera að þetta eigi við þig og kannski þarft þú á millimálum að halda. Ég hvet þig til að íhuga þetta og sjá hvort henti þér að borða stærri máltíðir sjaldnar eða borða léttar og oftar.
3) Ekki leyfa svindlinu að eyðileggja.
Þetta er svo ótrúlega mikilvægt atriði. Mistök sem alltof margir gera er að hafa “allt eða ekkert” hugarfarið.
Það getur lýst sér þannig að ef þú færð þér eitt nammi einhvern daginn finnst þér þú vera búin að eyðileggja þann dag, brýtur þig niður og ákveður að það skipti ekki máli þó þú troðir þig núna út, þessi eini sælgætismoli eyðilagði hvort sem er bindindið.
Eða svona; þú ákveður að taka mataræðið í gegn, tekur út allt sætt, allt brauð og í raun allt sem þér finnst gott, en kemur ekki með neitt í staðinn.
Þetta eru ekki raunhæfar nálganir og ekki eitthvað sem þú munt endast í, þannig er það bara. Við þurfum að taka þetta í skrefum og gera raunhæfar breytingar, sem við sjáum fram á að ná að halda við. Sama hversu litlar þessar breytingar eru, bara það t.d. að sleppa gosi getur gert helling!
Það er einmitt ástæða þess að við tökum 3 sannreynd skref á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu mínu, eitt í einu og það fyrsta er að leiðrétta óhollar hugarfarsvenjur sem fá okkur til að gefast upp eða óttast að byrja! Ég opna fyrir skráningu í næsta hóp á fyrirlestrinum í næstu viku.
Skráðu þig á fyrirlesturinn hér til að læra um 3 skrefin ókeypis og kafa dýpra í leiðir til að temja þér hugarfar sem eykur úthald!
4) Ekki borða tilfinningar þínar.
Fjórða og trúlega mikilvægasta reglan er að láta ekki tilfinningarnar stjórna mataræðinu. Það mun hvorki láta okkur vera södd, né líða betur.
Þegar mér líður illa eða er pirruð þá reyni ég að leysa úr því áður en ég borða. Ég vil frekar bíða aðeins og ná að njóta máltíðarinnar, heldur en að borða á röngum forsendum og líða jafnvel enn verr eftirá. Ég þori nánast að lofa því að þessi regla gæti breytt lífi þínu.
Hverjar af þessum fjórum reglum höfða til þín?
Skapaðu þér mataræði sem virkar fyrir þig!
Undanfarin ár hef ég skuldbundið mig því að gerast sérfræðingur á sviði heilsu og lífsstíls og er það mín löngun er að einfalda og stytta þér leiðina að bættri heilsu og hjálpa þér að komast loksins að því hvað virkilega virkar fyrir þig!
Lærðu 3 skref til að koma þér af stað með vellíðan, orku og ánægjulegu þyngdartapi! Á þessum einstaka fyrirlestri mun ég svara spurningum í beinni, gefa próf sem tekur stöðuna á heilsu þinni og gefa uppáhalds uppskrift mína.
Takmörkuð pláss í boði!
Ég vonast til að sjá þig á fyrirlestrinum og endilega deildu á Facebook ef greinin vakti áhuga þinn!
Heilsa og hamingja,