Fara í efni

4 sjúkdómar og sýkingar sem þú getur fengið af kossum

Það er engin þörf á að hætta öllu kossaflensi en hér eru útskýringar á smitleiðum og hvaða sjúkdómar þetta eru og hvernig best er að vera örugg/ur.
4 sjúkdómar og sýkingar sem þú getur fengið af kossum

Það er engin þörf á að hætta öllu kossaflensi en hér eru útskýringar á smitleiðum og hvaða sjúkdómar þetta eru og hvernig best er að vera örugg/ur.

Ef að lífið væri sanngjarnt þá væri auðvitað alveg ómögulegt að næla sér í einhverja óværu með kossum. En í viðbót við flensu og kvef þá er hægt að smitast af nokkrum öðrum óskemmtilegum kvillum eftir kelerí og kossa.

Það á meðal eru kynsjúkdómar – ohh svo glatað!

Hér fyrir neðan útskýrir læknir hvað það er sem getur smitast með kossum og einnig hvernig best er að passa upp á öryggið.

1. Herpes

Herpers er ólæknandi sjúkdómur en þú þarft samt ekki að verða að einhverju úrhraki þó þú berir þennan vírus í líkamanum. Í rauninni þá er það bara eðlilegt.

Um 2/3 af öllum í heiminum undir 50 ára bera þennan vírus, herpes simplex 1 (HSV-1), betur þekktur sem herpes í munni. Þessar upplýsingar eru fengnar frá WHO (World Health Organazition). Og einn af hverju 6 bandaríkjamönnum undir 50 ára aldri ber herpes simplex 2 (HSV-2) en það er betur þekkt sem kynfæra herpes. Þessar upplýsingar koma frá Centers for Disease Control and Prevention. (CDC).

Það sem HSV-1 gerir er að mynda svo kölluð “Cold sores” við og inní munni. Ef þú ert að kyssa einhvern sem er með frunsu og þú kannski með rispu, slæman varaþurrk eða einhverskonar sár í munni þá er mjög auðvelt fyrir þig að smitast og fá sjálf/ur frunsu.

Og ef aðili sem er með frunsu gefur þér munnmök þá getur vírusinn smitast á þann stað líka.

Ef annar aðili í sambandi/hjónabandi fær frunsur reglulega þá er einfalt að fara í næsta apótek og kaupa frunsumeðal til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Apótek selja nokkrar góðar tegundir af frunsumeðali.

2. Sárasótt

Sárasótt er mjög smitandi og helstu einkenni eru sár í munni. Sárin eru oftast hringlaga og opin og geta smitað með kossum. En kossar eru ekki algengasta smitleið sárasóttar. Munnmök,mök í leggöng og endaþarm eru þær algengustu. Það þykir miður að sárasótt er að sækja í sig veðrið aftur eftir að hafa verið í rénum í langan tíma í heiminum.

Ef þú eða maki/hjásvæfa hafið sárasóttar-leg sár í munni þá skal leita til læknis strax.

Og annað, hafir þú aðra kynsjúkdóma, eins og lekanda, klamidíu eða HIV þá geta allir þessir sjúkdómar smitast í sár í munni. Því er betra að hafa varann á og nota smokkinn.

3. Heilahimnubólga

Ákveðin tegund af heilahimnubólgu er vegna baktería en önnur tilfelli eru vegna vírusa, má þar nefna t.d herpers vírusinn. Náin samskipti við manneskju sem er með vírus smitaða heilahimnubólgu getur smitað þig, en ólíklegt er að þú fáir heilahimnubólgu s.k.v The CDC.

Heilahimnubólga sem smitast hefur af bakteríu er yfirleitt líkt við farald, en það er vegna þess að bakterían getur smitast við náin samskipti, má nefna kossa og fleira.

4. Smitandi einkirningasótt

Oft kallað “the kissing disease”. Þetta viðurnefni á sannarlega rétt á sér þar sem einkirningasótt orsakast af vírus sem smitast mjög auðveldlega með kossum. Aðal einkenni þessa sjúkdóms er ofþreyta og hjá sumum mikil særindi í hálsi og bólgnir eitlar. Besta leiðin til að losna við þennan sjúkdóm er mikil hvíld, mikið af vökva og góðri næringu.

En hvað um Zika?

Þú hefur eflaust heyrt að það getur smitast með kossum.

Zika veiran er á vörum ansi margra þessa dagana og er það sérstaklega vegna þess að hún getur skaðað fóstur á meðgöngu.

Nú er verið að rannsaka hvort Zika geti smitast með kynlífi. Og já, þar kemur munnvatn einnig við sögu.

Lesa má meira um sjúkdóma og smitleiðir HÉR.

Heimild: self.com