Fara í efni

5 fæðutegundir sem þú ættir forðast ef þú ert safna hári eða til minnka hárlos

Ætla ekki að skrifa þau blótsyrði sem ég hafði við eftir þessa „klippingu“ sem ég bað EKKI um.
5 fæðutegundir sem þú ættir forðast ef þú ert safna hári eða til minnka hárlos

Ég er ein af þeim sem er með óþolandi hárlos og er að alltaf að reyna safna síðu hári.  Er ekki par ánægð eftir síðustu klippingu þegar ég bað hana um að særa klofna enda! 

Líður pínu eins og Patti Smith (ég vill hafa hárið jafn sítt, aftan sem framan)  Ætla ekki að skrifa þau blótsyrði sem ég hafði við eftir þessa „klippingu“  sem ég bað EKKI um. 

En ég er alltaf að leita af lausn fyrir hárlosi og rakst á nokkra punkta sem ég get tileinkað mér í mataræðinu og ákvað að deila því með ykkur. 

Járnríkt spínat, skelfiskur fullur af sínki og hárkúrar af öllu tagi er eitthvað sem við hendum okkur í þegar kemur að því að safna eða til að fá fallegra hár.  En gerir þú þér grein fyrir að það er líka fæða sem er holl sem vinnur á móti okkur þegar við erum að taka þessa „safna hári“ viðleitni! 

Feitur fiskur

Bíddu nú við!  Er feitur fiskur eins og lax og túnfiskur fullur af omega 3 og efst á fæðulistanum yfir það sem við megum ekki borða?  Sumar fisktegundir innihalda mikið magn af kvikasilfri sem getur leitt til hárlos.  Kvikasilfur truflar prótein framleiðslu og hefur áhrif á upptöku sínks (sem er nauðsýnleg fyrir keratín myndum)  Allt þetta truflar vöxtinn fyrir hárið.  Það þýðir ekkert að vera hanga á SushiSamba 4 sinnum í vikur þó svo að þeir hafi geggjaðan Japanskan matreiðslumann þar þessa dagana!  Allt er gott í hófi.

Sykur

Það er slæmt fyrir húðina þína og mjög slæmt fyrir hárið, ekkert nýtt hér.  En sykur veldur því að insúlínið rís í líkamanaum sem veldur aukningu á andrógen (karlkyns hormón) í líkamanaum.  Andrógen er þekkt fyrir að pirra hársekkinn.  Þurr og pirraður hársekkur framleiðir ekki fallegt og sterkt hár! 

Safa kúrar

 

Ómæ.....  Það er rökrétt að hreinsa líkamann með safa kúr.  En safa kúrar hjálpa ekkert til við hárveseni, þegar þú ert á safa kúr þá ert þú „all in“ í náttúrulegum sykri, engu prótíni (meira um það síðar) mataræði.  Þú gengur á háum insúlín stuðli og andrógeni.  Sem auðvita getur leitt til hárþynningar og hárlosi.  En ég segi samt: djús á dag, kemur skapinu í lag.  Allt er gott í hófi.

Prótein

Hárið er úr próteinum, hárið þarf að vaxa og vera heilbrigt.  Sterkja eins og í hvítu brauði, pasta og mikið af korntegundum innihalda lítið af próteini getur valdið þess að hárið verður matt og óheilbrigt.  Þessi matvæli hafa tilhneigingu til að vera ofarlega í sykri og veldur ójöfnu á blóðsykrinum hjá okkur.  Fallegt og heilbrigt hár getur ekki verið án „góðs“ próteins.

A vítamín

Líklega inniheldur mataræðið þitt ekki mikið magn af A vítamíni.  En ef þú ert að taka fjölvítamín sem inniheldur A vítamín eða A vítamín viðbót þá ættir þú að endurskoða það ef þú ert að safna hári eða fyrirbyggja hárlos.  A vítamín í stórum skömmtun getur þurrkað upp náttúrulega olíu framleiðslu í hársekk og orsakað hárlos, en almennt er A vítamín góð viðbót.  Ef þú ert tómat og gulróta „fan“ þá þarft þú að innbyrða ansi mikið magn til að ná þessu stigi svo ekki hafa áhyggjur af því. 

Lumar þú á góðu ráði við hárlosi eða góðu trixi til að fá hárið til að vaxa hratt og vel?