5 kostir C-vítamíns fyrir fegurðina
Aftur og aftur heyrum við sérfræðinga lofa C-vítamín. En hvers vegna skildi það skipta svona miklu máli?
Rianna Loving, stofnandi Organic Skincare brand ORGO beauty segir að þetta vitamin sé ábyrgt fyrir því að viðhalda kollageninu “líminu sem heldur líkamanum saman”. Einnig styrkir það æðarnar og gefur húðinni teygjanleika og styrk.
Hins vegar er C-vítamín vatnsleysanlegt. Sem þýðir að líkaminn geymir það ekki né safnar því. Þess vegna er mikilvægt að neyta C-vítamíns daglega.
Þetta gerir C-vítamín fyrir þig:
Það er gott fyrir hárið
C-vítamín er eitt besta næringarefnið sem fær hárið til að vaxa og vera sterkt.
Til að næra hárið með góðum skammti af C-vítamíni skaltu taka sæta kartöflu, soðna, hálfan bolla af garðaberjum (gooseberries), þrjú jarðaber og hálfa rauða papriku. Þetta setur þú allt saman í blandarann og lætur blandast mjög vel saman.
Síðan berðu þetta í hárið á þér og nuddar í hársvörðinn. Láttu vera í hárinu í 15-25 mínútur og skolaðu úr með volgu vatni.
Útlitið og orkan
Þegar kemur að mataræði að þá spilar C-vítamín mikilvægt hlutverk þegar kemur að upptöku á járni. En það spilar inn í vellíðan og útlitið, en þetta segir Elisa Zied, höfundur of Younger Next Week: Your Ultimate Rx to Reverse the Clock, Boost Energy and Look and Feel Younger in 7 Days.
“Þegar þú gengur á járn forðann í líkamanum er hætta á blóðleysi, þreytu og orkuleysi” segir Zied.
Svo gott fyrir neglurnar
C-vítamín styrkir neglurnar og húðina. Einnig, beinin og veggi æða.
Kemur í veg fyrir anneglur (annögl haft um sárt hold framan undir nögl)
C-vítamín styrkir neglur og fær þær til að vaxa. Einnig kemur það í veg fyrir anneglur. Að taka C-vítamín daglega er það besta sem þú gerir til að vera með heilbrigðar neglur. Einnig er mælt með því að þú neytir sítróna eða lime ávaxta reglulega.
Það bægjir frá öldrunar merkjunum
Rannsókn sem var gefin út árið 2007 í the American Journal of Clinical Nutrition komst að þeirri niðurstöðu að konur á miðjum aldri sem tóku inn C-vítamín voru með mun minna af hrukkum en þær sem tóku ekki C-vítamín. Húð þeirra var einnig fyllri af raka.
Sérfræðingar vilja meina að C-vítamín geti haft þau áhrif að seinka öldrun á húðinni.
Ef þú vilt búa til C-vítamín andlitsmaska þá er hann hér: Taktu eitt kiwi, hálfan bolla af papaya og settu í blandara, þegar blandan er tilbúin, skelltu henna þá á andlitið á þér og hafðu á í 20 mínútur. Þvo af með köldu vatni.
Heimild: womenshealthmag.com