Fara í efni

5 mínútna kraftmikil hafraskál

Dásamleg útfærsla af hinum kraftmikla hafragraut.
5 mínútna kraftmikil hafraskál

Dásamleg útfærsla af hinum kraftmikla hafragraut.

Þessi er vegan og einnig glúten, olíu, sykur og sojalaus.

Þessi hafraskál er tilbúin á innan við 5 mínútum.

Þú leggur hafra í bleyti yfir nótt og styttir það eldunartímann aldeilis niður. Þarft bara að hita þá morguninn eftir.

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 þroskaður banani – stappaður

2 fullar msk af chia fræjum

1/3 bolli af höfrum – muna glútenlaus

¼ msk af hörfræjum

Og á toppinn: möndlur sem hafa legið í vatni, graskersfræ, kanill, ristuð kókóshneta, hnetusmjör, engifer.

Leiðbeiningar:

Kvöldið áður er best að setja hafrana í vatn. Einnig takið bananann og stappið hann vel, hrærið saman við chia, höfrum, kanil, mjólk (gott er að nota möndlu eða kókósmjólk) og vatni það til allt er vel blandað saman, setjið í lokað ílát og geymið í ísskáp yfir nótt.

Að morgni, takið blönduna úr ílátinu og skellið í pott. Stillið hitann á meðal háan og látið blönduna ná suðu. Slökkvið þá á hitanum og hrærið í þar til blandan er orðin vel þykk.

Setjið svo blönduna í skál og skreytið með möndlunum, graskersfræjum, kanil, ristuðu kókóshnetunni, hnetusmjöri og engifer. Best er að rífa engiferið yfir og passa að það sé ekki of mikið. Það má einnig nota Turmerik í staðinn fyrir engifer ef smekkur er fyrir því.

Njótið vel!