Fara í efni

5 vísbendingar að þú sért háð sykri og sykurlausa myndbandið!

Flest okkar kannast við að upplifa skyndilega óstöðvandi löngun í eitthvað sætt og vilja þetta sæta „núna á stundinni”! En vissir þú að sykur er eins ávanabindandi og kókaín? Eins furðulegt og það hljómar þá erum við prógrömmuð þannig að við leitum upp sykur og ef við borðum of mikið af honum í langan tíma og fer heilastarfsemi okkar að hegða sér líkt kókaín eða heróínfíkli.
5 vísbendingar að þú sért háð sykri og sykurlausa myndbandið!

Flest okkar kannast við að upplifa skyndilega óstöðvandi löngun í eitthvað sætt og vilja þetta sæta „Núna á stundinni”!

En vissir þú að sykur getur einmitt verið eins ávanabindandi og kókaín?

Eins óhuggulegt og það hljómar. Við förum að leita uppi sykur ef við borðum of mikið af honum í langan tíma og fer heilastarfsemi okkar að hegða sér líkt kókaín eða heróínfíkli.

Með tíma byggjum við upp ákveðið þol fyrir sykrinum og því meiri sykur sem þú borðar því meira þarftu til þess að upplifa þessa skammvinnu góðu tilfinningu rétt eftir sykurneyslu.

Ef þú borðar sykur reglulega gæti helsti kvíðinn við að sleppa sykri verið fólgin í því að þú óttist sykurleysið vera leiðigjarnt líf.

Sykurlaust er þó langt frá því aðra leiðigjarnt líf og eitthvað sem ég vil sýna þér (smelltu á myndbandið til að læra meira).

Sjáðu bara myndbandið frá mér. 

 

Copy of Untitled design (1)

Leyfðu mér svo að sýna þér hversu einfalt og bragðgott það er að lifa án sykurs með því að vera með í ókeypis 14 daga sykurlausri áskorun 

ERTU AÐ PÆLA HVORT ÞÚ SÉRT HÁÐ/UR SYKRI?  HÉR ERU 5 VÍSBENDINGAR

1. Þú ert með löngun í sykur allan daginn.

Ef þú eyðir stórum hluta dagsins í að hugsa um og langa í sykurafurðir gæti það augljóslega bent til þess að þú sért háð/ur sykri. Þarftu alltaf að bæta við einhverju sætu út í kaffið þitt eða teið? Grípurðu oft í súkkulaði eða sykursnarl yfir daginn til að seðja löngunina? Ef eitthvað af þessu lýsir degi úr þínu lífi er trúlegt að þú sért að reiða þig of mikið á sykurinn.

2. Þú átt erfitt með að neita þér um sykur.

Þegar það er eitthvað sætt á boðstólnum, velur þú kökurnar og sætindin fram yfir hollari valkostina? Áttu erfitt með að neita þér um eftirrétt?

 

3. Þú fyllist kvíða við þeirri tilhugsun að skera niður sykurinn.

Þegar maður er háður einhverri fæðu er oft mjög erfitt að aðskilja sig frá henni. Svo ef þú hefur áhyggjur um að sleppa sykri, bendir það sennilega til að þú sért háð sykri og gætiru trúlega upplifað mikið frelsi þegar þú ert orðin laus við að þurfa að fá þér sykur á hverjum degi.

“Líður vel og ekkert mál að sleppa sykrinum með sykurlausu áskoruninni, vinn meira segja í nammiverksmiðju með nammiskálar á borðinu hjá mér…engin löngun” — Sigrún Jónsdóttir

„löngunin í sykur er horfin, svei mér þá” og talandi ekki um bætta orku, 3-5 kílóum léttari og vellíðan sem fylgir!” — Ísey Jensdóttir

4. Þú hefur reynt að hætta borða sykur, eða minnka hann, án árangurs.

Ertu oft að reyna minnka eða hætta sykri? Byrjarðu stundum vel en sækir svo aftur í sykurinn? Ef þú rokkar upp og niður í sykurneyslu gæti þig einfaldlega skort fæðutegundir og uppskriftir sem geta komið í staðinn fyrir sætindin sem þú sækir því. Með því að bæta við bara einni sykurlausri uppskrift á dag eins og við gerum í ókeypis sykurlausu áskoruninni ertu bæði að fylla á vopnabúrið þitt í baráttunni gegn sykrinum en einnig að hjálpa til við að endurstilla bragðlaukana og þannig hjálpa þeim að njóta meiri náttúrulegrar sætu og þurfa þá ekki eins mikinn sykur.

5. Þú upplifir skapsveiflur, ert þreytt/ur og leitar í skjóta orku

Flest okkar geta tengt við skapsveiflur í daglegu amstri en ef þú tekur eftir því að þú ert farin að vera orkulaus og þreytt/ur í gegnum daginn getur það bent til þess að þú sért háð/ur sykri. Ef þú finnur þig grípa í skammtíma orku til að þrauka daginn, eins og mikið af kaffibollum eða súkkulaði og sætindi þá gæti það líka verið vísbending um að líkami þinn sé háður sykri, en með því að reiða okkur á skjótfengna orku sem hverfur mjög fljótlega skilur það okkur eftir á enn verri stað.

Ef þú kannaðist við eitt eða fleiri þessara einkenna hér að ofan gæti líkami þinn hagnast við að sleppa eða minnka sykurneysluna. Sérstaklega þar sem sykur er orðin einn helsta orsök sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þyngdaraukningar, þá sérstaklega kviðfitu.

Með því að skoða daglega inntöku sykurs og byrja á að minnka hann ertu komin/n vel áleiðis.

Geturðu þannig trúlega upplifað að lífið er alveg jafn sætt án sykurs.

Er það allavegana það sem þátttakendur úr fyrri sykurlausri áskorun hafa orð af.

Það eina sem þú gerir er að prófa eina uppskrift á dag sem er sykurlaus og full af næringu sem slær á sykurlöngun. Ef þú vilt taka þetta lengra og algjörlega útrýma sykri með áskoruninni er það auðvitað valkostur líka. Það mikilvægara er að þú byrjaðir!

Nú er tíminn að endurheimta þína heilsu, orku og vellíðan! Einni sykurlausri uppskrift í einu…

Fyrsti innkaupalistinn og uppskriftir koma aðeins eftir 2 daga!

Svo komdu yfir í ókeypis áskorunina hér

Sé þig hinum megin í sykurlausu áskoruninni

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

p.s ef þú ert nú þegar skráð í áskorunina! frábært hjá þér! Þú færð póstinn þar sem þú ert á póstlista okkar.