Fara í efni

6 óvanaleg merki um vökvatap í líkamanum

Andardráttur, húð og vöðvar geta verið að senda þér merki um að líkaminn sé að ganga verulega á vökvabirgðirnar.
6 óvanaleg merki um vökvatap í líkamanum

Andardráttur, húð og vöðvar geta verið að senda þér merki um að líkaminn sé að ganga verulega á vökvabirgðirnar.

Er þurr húð að plaga þig? Ef svo er, þá gæti verið að þú sért búin að ganga á vatnsbirgðir líkamans.

-         Merki um vökvatap eru ekki alltaf augljós. Sum óvanaleg merki um vökvatap eru t.d hiti, andremma og mikil löngun í sætindi.

-         Gott ráð til að passa upp á vatnsbúskapinn er að narta í ber og grænmeti sem eru rík af vatni, eins og jarðaber, papriku og gúrku.

-         Þegar þú ert með rétt magn af vökva í líkamanum þá er þvagið hjá þér næstum glært með örlitlum gulum tón.

Vökvatap er það sem gerist þegar líkamanum vantar vatn eða annan vökva til að geta virkað eðlilega. Vökvatap getur leitt til blóðtappa, floga og annarra hættulegra vandkvæða. Rannsóknir hafa sýnt að jafnvel lítið tap á vökva geti haft mikil áhrif á skap og orku. Þess vegna er svo mikilvægt að passa upp á vökvann og að lenda ekki í þeirri aðstöðu að líkamanum skorti hann.

Merkin eru nefnilega ekki alltaf svo einföld eins og þorsti eða þreyta.

Hérna eru 6 óvanaleg merki um að líkaminn sé að kalla á vökva.
 
1. Andremma.

Í munnvatni er efni sem vinnur á móti bakteríum, en ef um vökvatap er að ræða þá framleiðir líkaminn ekki nóg af munnvatni. Ef þig skortir munnvatn þá geta bakteríur farið að grassera í munni og þar af leiðandi verður andremman afar slæm.

2. Þurr húð.

Margir halda að ofþornun orsaki svitaköst, en þegar þú ert að fara í gegnum stig ofþornunar þá finnur þú fyrir svima og blóðleysi einnig verður húðin afar þurr.

3. vöðvakrampar

Þeim mun heitari sem líkaminn verður ertu líklegri til að finna fyrir vöðvakrömpum og er það eingöngu vegna hitans sem vöðvarnir verða fyrir. Vöðvarnir vinna og vinna og eru mjög líklegir til að fá krampa. Passið upp á að drekka nóg vatn ef tekið er vel á því í ræktinni eða ef þú ert úti að ganga eða fara á fjöll.

4. Heitt eða kalt

Það hljómar kannski einkennilega, en ef líkaminn er að upplifa vökvaskort þá getur þú fundið fyrir miklum hita eða jafnvel verið mjög kalt. Ef þú finnur fyrir hita þá getur það verið hættuleg og ef hann hækkar óeðlilega mikið skaltu leita læknis.

5. Löngun í mat og þá sérstaklega eitthvað sætt

Þegar líkaminn verður fyrir vökvatapi er afar erfitt fyrir hann að nýta sér næringarefni sem til staðar eru og líffæri eins og lifrin sem þarf vatn til að starfa eðlilega lendir í vandræðum. Ef þú færð þessa löngun, í eitthvað sætt, reyndu þá að grípa í ávexti og grænmeti sem innihalda mikið af vatni.

6. Höfuðverkur

Heilinn býr í eins konar poka sem er fullur af vatni, en þessi vatnspoki ver heilann frá því að skella utan í höfuðkúpuna. Ef þessi vatnspoki verður of lágur í vatni þá er hætta á að heilinn rekist í höfuðkúpu og orsakar höfuðverki.

Heimild: everydayhealth.com