6 slæmir siðir sem sem eru ógnar heilsu þinni og útliti
Naga neglur, ráðast á ísskápinn seint að kveldi og þráhyggja í fyrrverandi er slæmir siðir. Það er erfitt að brjóta niður vanan.
Hvað ef ávaninn þinn ógnar „fegurðar“ heilsu þinni? Sumir hlutir sem við notum og gerum í okkar daglega lífi eru einfaldlega slæmir fyrir þig.
Naglaböndin
Kannast þú við að fikta í naglaböndum þegar þú ert stressuð? Naglaböndin verja neglurnar þínar fyrir sýkingu, þú ert í rauninni að auka líkurnar á sýkingu með þessum slæma ávana. Hugsaðu þig tvisvar um næst og þvoðu hendurnar reglulega yfir daginn til að koma í veg fyrir sýkingu almennt.
Gel ásetning fyrir neglur
Úpps, margar af okkur hafa farið í gervineglur með gel ásetningu og stinga fingrunum undir UV lampa. En það eru mjög, mjög, mjög litlar líkur á því að að ljósið í lampanum valdi krabbameini samkvæmt rannsóknum Skin Cancer Foundation. En þau vilja meina að það sé tenging á milli húðkrabbameins og þessar tegundar ljósa sem eru notaðir við naglaásetninguna. Bara að þú hafir það í huga næst þegar þú ferð í ásetningu.
Augnháralengingar
Samkvæmt nýjustu rannsókn British College of Optometrists getur stöðug notkun á augnháralenginu orsakað traction alopecia/augnhára skalla eins ótrúlega og það hljómar. Okkar ráð hér á Heilsutorgi er að taka sér nokkra mánaða hvíld á milli og leyfðu augnhárunum að hvíla sig á milli og anda aðeins.
Plokka inngróin hár
Að teygja sig í hárplokkarann leið og þú tekur eftir inngrónu hári og hamast á svæðinu gæti gert það verra. Meiri sýking ef eitthvað er. Reyndu frekar þetta til dæmis:
Tea Tree Olíu þvott
Eina sem þú þarf í þetta er Tea Tree olía og heitt vatn.
- Settu 10-20 dropa af olíunni í heitt vatn.
- Vættu þvottaklút í vatnið, gott er að láta hann aðeins liggja þar fyrir notkun.
- Settu þvottaklútinn yfir svæðið og leyfðu olíunni að komast vel að svæðinu.
- Endurtaktu eins oft og þú vilt
Skyndi megrunarkúrar
Ef þú ert að hugleiða að fara á safakúr í viku og alla daga í ræktina samhliða því, bara til að ná af þér 2 til 4 kílóum fyrir jólin þá mælum ég með því að þú sleppir því. Þetta er „krass“ megrun og getur einfaldlega skaðað hjartað þitt samkvæmt Isadore Rosenfeld hjartasérfræðingi. Hún segir, þegar fólk tekur þá skyndiákvörðun um að fara á svo kallaðan Master Cleanse kúr og borða 1000 kaloríur á dag getur hægt á brennslu líkamans, aukið þyngd þegar hætt er ásamt að veikja stoðkerfi líkamans. Ekki sleppir hún sjálfu hjartanu, þetta getur einfaldlega skaðað það.
Nota gamlar snyrtivörur
Þetta eigum við allar að vita. Það getur verið ansi sárt að þurfa að losa sig við rándýra púðrið eða maskarann þó svo okkur finnst þetta vera nothæft enda kosta þetta fúlgu þegar upp er staðið. En þetta er veisla fyrir bakteríurnar sem geta orsakað sýkingu í augu og húð. Þið vitið að listinn er lengri en þetta. Gott er að merkja vörurnar með litlum límmiða hvenær þetta var keypt og láta sig hafa það að endurnýja snyrtivörurnar til að forðast að ganga um með annað augað bólgið.
Það sagði mér góður maður hér um árið að það tæki mann 21 dag að losa sig við slæma ávana, reyndi það og það virkar.
Ást og friður frá Brunei,
Karólína
#heilsutorg #fegurð