7 fæðutegundir fyrir geislandi húð
Það sem við setum á okkur og ofaní okkur skiptir svo sannarlega máli.
Þú ert það sem þú borðar. Það hefur oft verið gert grín að þessari setningu í gegnum tíðina en það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikil áhrif mataræði hefur, ekki bara á heilsu og hreysti, heldur líka útlit.
Eins mikilvægt og það er sem við setjum á okkur s.s. rakakrem þá er jafnmikilvægt hvað við setjum í okkur. Stjörnukokkurinn og kokkabókahöfundurinn Candice Kumai finnst hún líta töluvert betur út þegar hún borðar grænt og hreint og nefnir 7 fæðutegundir sem allar eiga það sameiginlegt að vera algjör bjútí boost.
1. Spirulina
Fyrsta er spirulina sem er grænt þörungaduft. Sumir setja þetta út í boost eða hrærð egg á meðan öðrum finnst það ógeð og velja hylki.
2. Sítrónur
Sítrónur innihalda mikið af andoxunarefnum og eru líka öflugar í hreinsun líkamans. Margir drekka sítrónuvatn á morgnana á fastandi maga á meðan aðrir smella sítrónusneiðum í vatnið yfir daginn. Mundu bara að sítrónur fara illa með glerung svo það er betra að skella í sig en sötra.
3. Lárpera
Kumai borðar eitt á dag, hið minnsta, en lárpera er bólgueyðandi og inniheldur haug af vítamínum, trefjum og hollri fitu sem nærir húðina, gefur raka og mýkir.
4. Blómafræflar (bee pollen)
Blómafræflarnir hafa verið kallaðir ofurfæða og fegurðarkokteill. Þetta eru blómafrjó sem býflugur hafa pakkað með hunangi í litla bolta og eru aðalprótingjafi þeirra. Þessir litlu kögglar eru fullir af amínósýrum, fitusýrum, vítamínum og steinefnum en farðu varlega því þekkt er að fólk ofnæmi s.s. býflugnaofnæmi þoli þetta ekki.
5. Lýsi
Lýsi eða omega 3 er eiginlega bráðnauðsynlegt. Það er bólgueyðandi og þekkt fyrir að létta á einkennum psoriasis og acne.
6. Hörfræ
Kumai mælir með að mala hörfræin áður en þau eru borðuð og vill meina að líkaminn nái betur að nýta næringarefnin í þessari ofurfæðu. Margir smella þessum bragðgóðu fræjum út á AB mjólkina en möluðum er vel hægt að bæta út í haframjölið í grautinn.
7. Miso
Miso er mauk búið til úr gerjuðum soyabaunum og er talið hafa góð áhrif á meltingu og húð svipað og AB mjólk og mjólkursýrugerlar. Gæti verið sniðugt sem annar valkostur við acidophylus eða BioCult.
Höfundur: Aníta Sigurbergsdóttir ritstýra Stelpa.is