7 frábær ráð fyrir fallegar hendur
Ekki láta tætt naglabönd og þurrt sprungið skinn skemma fallega skreyttar neglur.
Tískan í dag eiginlega krefst þess að við séum með fallegar hendur því að neglur eru þar í forgrunni, fallega skreyttar og áberandi. Hendur sem ekki er hugsað almennilega um njóta sín alls ekki með fallega skreyttum nöglum.
Ekki nota handsápu sem er glær.
Því glærari sem handsápan er þeim mun meira þurrkar hún upp á þér húðina. Best er að nota sápu sem er "creamy". Og aldrei nota handsápu sem á stendur að hún sé bakteríudrepandi.
Aldrei setja hendurnar í of heitt eða of kalt vatn.
Heita vatnið þurrkar húðina og kalda vatnið getur orsakað rauðan lit á höndum.
Notaðu olíur, t.d kókósolíu til að mýkja á þér hendurnar.
Olíur eru það besta sem þú getur notað á hendur til að mýkja þær og halda þeim mjúkum.
Lærðu að hugsa vel um naglaböndin.
Ef naglabönd eru þurr og rifin þá er hendurnar þínar ekki fallegar. Ekki klippa naglaböndin því það getur orsakað sýkingu og þá er voðinn vís. Notaðu heldur skrúbb krem á hendurnar til að mýkja naglaböndin og nuddaðu vel í kringum nagla botninn eða þar sem naglaböndin líta verst út. Svo þarf að mýkja þau vel með góðum feitum handáburði eða olíu.
Notaðu sólarvörn líka á hendurnar og í kringum neglur.
Hendur fá hrukkur alveg eins önnur húð á líkamanum. Það þarf að hugsa extra vel um þær því húðin á handabökunum er afar þunn.
Prufaðu að nota andlitskrem sem er "anti-aging".
Þú getur notað þau krem sem þú átt í skápnum eða keypt nýtt sem er bara notað á hendurnar.
Afar gott er að setja maska á hendurnar.
Til dæmis er möndlumaski mjög góður. Þú mátt nota mikið af honum á hvora hendi og setur þær svo í plastpoka og bíður í 15-20 mínútur eða lengur.
Fleiri upplýsingar um umhirðu handa er að finna HÉR.