7 Húsráð: Ekki henda kísilkúlunum
Manstu eftir að hafa séð litla poka með gelkúlum inní, ofan í pakkningunum af nýkeyptum hlutum? Eða dularfulla örsmaá dós með kornum í, ofan í lyfjaglösum?
Manstu eftir að hafa séð litla poka með gelkúlum inní, ofan í pakkningunum af nýkeyptum hlutum? Eða dularfulla örsmaá dós með kornum í, ofan í lyfjaglösum?
Þetta eru kísilkúlur eða silica gel, sem notaðar eru til að verja hluti fyrir raka þar sem þær eru einstaklega rakadrægar. Alltof margir henda þeim í ruslið til að litlu krakkarnir nái ekki í þetta og éti, en það áttu alls ekki að gera. Þessu ættirðu að safna saman því það er hægt að nota kísilkúlurnar við margar kringumstæður.
Svona er hægt að nota þær:
- Settu örfá stykki í íþróttatöskuna þína! Alls kyns bakteríur geta þrifist vel á myrkum og rökum stöðum, myndað myglu og óþef. Sílikonkúlurnar munu halda töskunni þinni og íþróttafötunum lyktarbetri og þurrum
- Plantaðu nokkrum inn í handklæðaskápinn til að viðhalda ferskleika og koma í veg fyrir að handklæðin myndi raka, sérstaklega þegar þau eru nýþvegin.
- Þú getur lengt líftíma rakvélarinnar með því að setja hana í lítinn plastpoka ásamt poka af kísilkúlum í stað þess að leyfa raka baðherbergisins að veikja bitið á rakblöðunum.
- Ef svo illa skyldi fara að þú missir símann þinn ofan í vatn, ekki örvænta ef þú átt kísil kúlur. Fylltu krukku af kúlunum góðu og troddu síðan símanum á kaf í þær. Þær munu gera kraftaverk!
Og svo smellir þú HÉR til að klára þessa grein.
Grein af Sykur.is