7 leiðir til að lækna sólbruna – gott að hafa bak við eyrað á fallegum sólardögum
Já, það er skemmtilegt að leika sér úti í sólinni eða liggja í sólbaði og fá smá brúnku á kroppinn.
En ef þú gleymir að bera á þig sólarvörn þá er það ekki eins gaman þegar líður á daginn. Sólbruni skemmir húðina, hún verður hrukkótt og hættan á húðkrabbameini eykst.
Hérna eru nokkur góð ráð til að lækna sólbruna ef þú ert svo óheppin(n) að hafa brunnið.
Taktu ibufen. Það hjálpar þér að losna við verki, ef þú finnur fyrir þeim og ibufen er bólgueyðandi svo það getur dregið úr bólgum sökum sólbruna.
Matarsódi. Farðu í snöggt kalt bað. Blandaðu nokkrum vel fullum matskeiðum af matarsóda í vatnið. Vertu bara viss um að liggja alls ekki lengur en 20 mínútur í baðinu. Ef þú liggur lengur, þá er hætta á því að þú þurrkir upp húðina. Eftir baðið skaltu þurrka brennda húðina rétt með því að þerra með handklæði. Alls ekki hamast á brenndu húðinni með handklæðinu, þú gerir bara illt verra með því.
Aloe Vera er þinn besti vinur núna. Aloe Vera gel eða krem er afar kælandi og græðandi. Það getur létt á kláða og verkjum vegna sólbruna.
Vatn! Vatn! Vatn!. Sólin þurrkar upp húðina þannig að vertu viss um að drekka nóg af vatni yfir daginn. Alls ekki leggjast í kokteilana, það gerir illt verra.
Forðastu að nota sápu. Þegar þú ferð í bað eða sturtu ekki þvo þér með sápu. Sápan pirrar brennda húðina og orsakar mikinn húðþurrk.
Kartöflur. Já það er rétt, kartöflur eru frábær leið til að losna við verki. Taktu nokkrar kartöflur og skerðu í bita, settu þær í blandarann og bættu við extra virgin ólífuolíu, leyfðu þessu að blandast vel saman. Síðan berðu þessa blöndu á brennda hlutann á húðinni. Hafðu þetta á þangað til kartöflublandan er orðinn þurr. Þú mátt endurtaka þetta 3 til 4 sinnum.
Te aðferðin. Settu 4 poka af tei í pott með heitu vatni. Þegar vatnið er næstum orðið svart skaltu fjarlægja tepokana og leyfa vatninu að kólna aðeins. Því næst tekur þú þvottapoka og dýfir í teblönduna og strýkur varlega yfir brenndu svæðin. Ekki skola þetta af. Ef þú vilt fá enn meiri kælingu skaltu setja teblönduna inn í ísskáp eða hella henni í ísmolabox og setja inn í frysti. Þá getur þú notað ísmolana til að strjúka yfir brenndu svæðin.
Þetta eru bara nokkrar einfaldara leiðir til að lækna sólbruna. Ef þú lumar á góðri leið til að lækna sólbruna, endilega sendu þær til okkar.
Mundu bara, ekki fara út í sólina nema bera á þig sólarvörn.
Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg