7 skrýtnir hlutir sem geta hjálpað þér að léttast
Og spáðu í þessu: einn af þeim er súkkulaði!
Ef þú ert að reyna að létta þig þá veistu að besta leiðin til að gera það er hollur matur og hreyfing. Ég rakst á þessa grein í gær og fannst tilvalið að kynna fyrir ykkur nokkrar óhefðbundnar leiðir sem gætu aukið á kílóamissinn. Kíktu á.
Lykt af piparmyntu.
Að lykta af piparmyntu reglulega getur hjálpað þér með hungurtilfinninguna og dregið töluvert úr henni.
Liturinn á disknum sem þú borðar af.
Rannsókn sem var gefin út í síðasta mánuði sýndi að ef þú notar rauða diska eða skálar þegar þú ert að borða, þá borðar þú minna í einu.
Notaðu peninga, ekki kort.
Að borga með peningum í stað korts á að hjálpa þér að velja hollari mat samkvæmt enn annarri rannsókn.
Súkkulaði.
Að borða súkkulaði getur hjálpað þér að missa fitu af magasvæðinu. Samt ekki fara að raða í þig súkkulaði núna. Fáðu þér súkkulaði 2-3 í viku.
Hitastigið í svefnherberginu.
Lækkaðu hitann í svefnherberginu hjá þér. Rannsókn sem gerð var í fyrrasumar sýndi að fólk sem sefur í köldum svefnherbergjum brennur meiri fitu en ella.
Settu myndir á ísskápinn.
Að hengja myndir af hollustu á ísskápinn þinn gerir það líklegra að þú grípir eitthvað hollt úr honum ef þig langar í millibita yfir daginn.
Heimild: womenshealthmag.com