Fara í efni

7 slæmir ávanar til að venja sig af núna – því við viljum heilbrigt og hamingjusamt líf

Inn með hið nýja og út með það gamla, ekki satt?
7 slæmir ávanar til að venja sig af núna – því við viljum heilbrigt og hamingjusamt líf

Inn með hið nýja og út með það gamla, ekki satt?

Á þessum nótum getum við byrjað að fara yfir þá ávana sem best er að hætta og það fyrir áramótin.

1. Að eyða það miklum tíma á sófanum að rassinn og sófinn eru orðin eitt

Þó svo að það sé afar gott að slappa af bæði fyrir líkama og sál þá má ekki soðna við sófann.

Viðmiðun um hreyfingu vikulega eru um 150 mínútur eða 75 mínútur ef þú tekur vel á því.

Stattu upp úr sófanum og drífðu þig út að ganga. 30 mínútur af göngu daglega er afar gott fyrir líkamann. Svo er einnig mælt með styrktaræfingum og góðum teygjuæfingum.

2. Drekkur þú þig reglulega inn í Þynnkuvík

Að drekka mikið af áfengi er afar slæmt fyrir heilsuna.

Að drekka hins vegar hófsamlega, eins og einn drykk á dag fyrir konur hefur góð áhrif á heilsuna. Þá erum við að tala um rauðvín eða bjór.

En að enda alltaf alla leið í Þynnkuvík í hvert sinn sem drukkið er áfengi er bara áskrift á heilsubresti. Má nefna skorpulifur og nokkrar tegundir krabbameins.

3. Byrja í strangri megrun eeeen gefast svo upp aftur og aftur

Jójó megrunarkúrar eru algjörlega út í hött. Þú græðir ekkert á þeim, tapar bara ef eitthvað er.

Ef þig langar til að grenna þig þá skaltu hafa þetta í huga: Byrja rólega, breyta mataræðinu hægt og rólega. Byrja t.d á göngutúrum og sundi.

Elda hreinan mat og hætta að kaupa unna matvöru.  Það eru nefnilega engar skyndilausnir þegar kemur að því að léttast.

4. Að nota spjaldtölvu, símann eða lappann upp í rúmi

Það vita nú flestir að 7-8 tíma svefn að nóttu er nauðsynlegur.

En um leið og þú ferð að fletta yfir Instagram, Facebook og fleira í síma eða spjaldtölvu, nú eða glápa á eitthvað í lappanum þá ertu að skemma svefninn fyrir þér.

Öll þessi birta af þessum tækjum er óholl þegar komið er með þau upp í rúm. Í svefnherberginu á að vera svarta myrkur svo líkaminn nái að hlaða sig upp af Melatónín – en það er efnið sem hjálpar okkur að sofa.

5. Reykingar

Að hætta að reykja – auðvelt að segja það, erfiðara að framkvæma.

Reykingar minnka lífslíkur á svo marga vegu. Það eru hjartasjúkdómarnir, lungnasjúkdómar, krabbamein, krónískt bronkítis og lungnaþemba.

E-sígarettur eru ekkert hollari. En þetta kemur fram í rannsókn frá American Lung Association. Í E-sígarettum er Nikótín og það er afar óhollt efni sem enginn ætti að anda ofan í lungun.

6. Að vera stöðugt að bera þig saman við aðra á samskiptamiðlum

Ekki bera þig saman við aðra á samskiptamiðlunum. Þú ert bara að gera sjálfri þér illt. Ýta undir minnimáttarkennd, kvíða og stress jafnvel.

Tengstu fólki sem þú lítur upp til og mundu að það er bara til eitt eintak af þér og það eintak er frábært.

7. Að vera endalaust að kvarta yfir öllu

Það lagast ekkert með því að vera alltaf að kvarta. Reyndu að sjá björtuhliðarnar á hlutunum og vera jákvæð.

Endalausar kvartanir þjálfa heilann í það að vera alltaf kvartandi og finna að flest öllu.

Ef þú tekur eftir því að þú ert að kvarta yfir einhverju, reyndu þá að beina athygli þinni yfir á eitthvað gott og jákvætt. Skiptu um gír, hættu að kvarta og taktu jákvæðnina á lífið.

Ef þú vilt lesa meira um ávana til að venja sig af – smelltu þá HÉR.

HEIMILD: SELF.COM