8 Instagram sem vert er að fylgjast með ef þú ert að spá í hollan mat
Gæti verið að þitt Instagram sé fullt af allskyns óhollustu? Girnilegir ostborgarar og sætar bollakökur sem gaman er að horfa á og láta sig dreyma. En girnilegar myndir af óhollustu koma þér ekki í gang í hollustuna.
Það er gáfulegra að fylgja þeim sem eru með hollustuna á hreinu á Instagram. Fallegar myndir af dásemdar salötum og hollustufæði er eitthvað sem vert er að "elta" á Instagram
Skoðaðu þessi hér að neðan og ýttu á "follow" þú sérð ekki eftir því.
@veggieful
Ástralskt par er með þetta instagram og er duglegt að pósta fallegum myndum og uppskriftum. Þau eru bæði vegan.
@veganrecipies
Þessi kemur frá Noregi og borðar ekki glútein. Margar frábærar uppskriftir ásamt myndum.
@hungryhappens
Instagram sem er fullt af ávöxtum og einstökum uppskriftum eins og t.d kanil-kókós tómatsósu.
@golubka
Hérna eru það mæðgur sem halda uppi þessu instagram. Mamman sér um uppskriftirnar og eldamennskuna á meðan dóttirin tekur myndirnar.
@GoodnessGuru
Það er ekki auðvelt að láta hafragraut líta fallega út. En þessi 19 ára breti hefur sýnt að það er hægt. Fylgsti með henni og hennar vegan smoothie uppskriftum.
@saladpride
David Bez býr til, myndar og borðar nýtt salat á hverjum degi við skrifborðið sitt. Hann birtir myndir af þessum fallegu salötum ásamt uppskriftum.
@thefirstmess
Myndirnar á þessu instagram eru allt annað en subbulegar. Hérna finnur þú afar fallegar myndir af hollum mat eins og t.d lauk-fennel-epla-hnetu súpu.
Það er gaman að geta fylgst með því hvað fólk úti í heimi er að gera til að halda góðri heilsu. Instagram er góður vettvangur bæði fyrir myndir og uppskriftir.
Heimildir: womenshealthmag.com